Frjáls verslun - 01.05.2008, Síða 70
70 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8
og tel ég að þarf þurfi að koma til samstillt átak stjórnvalda, aðila
vinnumarkaðarins, fyrirtækja og almennings í landinu.
Ingunn: Hagfræðingar eins og aðrir hafa velt því fyrir sér hvernig
hægt er að reka íslenskt hagkerfi með svona litlu atvinnuleysi. Það
þarf að vera jafnvægi á öllu. Ég tel að þetta ár og það næsta verði erfið
í íslensku efnahagslífi.
Auður: Mikil umræða hefur verið um það hvort botninum sé náð eða
ekki. Ég held ekki. Ég vona að þessu ástandi ljúki á þessu ári en það er
ef til vill of mikil bjartsýni! Ég var á ferðalagi á Vesturlandi nýlega þar
sem ég talaði við fólk í atvinnulífinu og við ræddum einmitt þetta.
Menn þar töluðu um að botninum hlyti að vera náð og ástandið gæti
ekki annað en farið upp á við úr þessu, svo slæmt gæti það orðið.
Ragnhildur: Botninum er ekki náð og það á eftir að harðna enn á
dalnum út árið. Hækkun á olíu og alls kyns hrávöru á eftir að skila
sér sem aukinn kostnaður inn í mörg fyrirtæki. Einnig eru merki um
samdrátt bæði í Evrópu og Bandaríkjunum.
Kristín: Botninum er örugglega ekki náð og ómögulegt að spá
um hversu langt er í hann. Ástandið er mjög sérstakt, annars vegar
hækkun hrávara erlendis sem leiðir til aukinnar verðbólgu og hins
vegar er mjög lítill hagvöxtur. Stundum hreinlega enginn. Þannig
að þetta er ekki hagvaxtardrifin verðbólga. Ofan í þetta ástand ríkir
kredit-krísa. Það á eftir að ganga á ýmsu.
Áslaug: Við erum í alþjóðlegri krísu sem stafar af lausafjárskorti en
þar að auki er rekstrarumhverfi á Íslandi ekki mjög hagstætt, vægast
sagt, eins og við vitum. Það er ekki boðlegt hversu háir vextirnir eru.
Nú er spurning um úthald hjá mönnum.
Við sjáum fram á atvinnuleysi og uppsagnir. Hvernig er best
að standa að uppsögnum starfsmanna; á að gefa þeim
umþóttunartíma eða láta þá fara strax, nota þá aðferð að
rífa plásturinn af snöggt?
Áslaug: Það er betra að segja upp starfsmönnum en að fyrirtækið fari
í þrot því á þeim valkosti tapa allir. Það þarf að gera starfsmönnum
skiljanlegt að uppsögnin hefur oft ekkert með getu þeirra að gera
heldur eru það ytri aðstæður sem eru að verki. Þá er best að vera
hreinskilinn, segja hlutina beint út, eins og þeir eru.
Kristín: “Ég er fullkomlega sammála þessu. Það skiptir höfuðmáli að
koma til dyranna eins og maður er klæddur og alls ekki draga upp-
sögnina á langinn. Það á að kippa plástrinum strax af því óvissa hefur
afar lamandi áhrif á alla, ekki bara þá sem er sagt upp heldur líka hina
sem halda sínum störfum.
Hvernig er best að bera sig að ef einungis á að segja upp
einum starfsmanni sem rekst illa í vinnu, t.d. framkvæmda-
stjóra?
Ragnhildur: Það fer auðvitað eftir aðstæðum. Best er að ganga frá
málinu sem fyrst. Einnig er gott ef fólk getur gengið út frá fyrirtæk-
inu með nokkurn veginn beint bak.
h r i n g b o r ð s u m r æ ð u r
KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR:
Það gengur ekki að
hafa bara sentera
og stórskyttur inni á
vellinum - það þarf líka
að hafa varnarmenn,
markmann og fleiri
sem vinna saman inni
á vellinum. Þannig fæst
mest út úr liðsheildinni.