Frjáls verslun - 01.05.2008, Page 76
76 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8
h r i n g b o r ð s u m r æ ð u rh r i n g b o r ð s u m r æ ð u r
Ragnhildur: Ég segi já á þeim forsendum að sveiflur á gengi krón-
unnar í dag eru algjörlega óviðunandi. Tími hennar er liðinn.
Ingunn: Ég er ekki hlynnt Evrópuaðild en vil samt sem áður taka upp
evruna. Það gengur þó því miður ekki einhliða.
Kristín: Það er kýrskýrt í mínum huga að við verðum að taka upp
evruna. Það er engin önnur langtímalausn fær. Ef við viljum sitja
hjá og vera áfram í sama umhverfi þá munum við missa öll stærstu
og flottustu fyrirtækin okkar úr landi. Ætlum við að halda áfram að
þrjóskast við?
Eru öll stóru íslensku fyrirtækin að fara úr landi? Auður,
sérðu það fyrir þér að fyrirtæki farir til evrunnar ef evran
kemur ekki til þeirra?
Auður: Ríkisstjórnin fæst við það núna að reyna að skapa umhverfi til
þess að halda fyrirtækjunum í landinu og laða erlend fyrirtæki hingað.
Það væri auðvitað frábært ef það tækist. Skattaumhverfið er að þróast í
rétta átt og það er vissulega erfitt að spá fyrir um hvernig málin þróast
en það er óskandi að okkur takist að laða erlend fyrirtæki hingað í stað
þess að sjá íslensk fyrirtæki fara úr landi.
Ingunn: Víkingahugsun okkar Íslendinga er mjög sterk og ég tel að
það megi mikið ganga á áður en stjórnendur stóru fyrirtækjanna flytja
þau út. En maður veit ekki hvað gerist, þetta getur farið á báða bóga.
Sennilega hugsum við almennt sem svo að við séum íslensk og ætlum
okkur að vera skráð á Íslandi.
Ragnhildur: Mikið af þessum stóru félögum eru staðsett erlendis en
hafa höfuðstöðvar hér á landi. Auðvitað eru mörg þeirra alþjóðleg
þótt við köllum þau íslensk. Promens gerir allt upp í evrum og við
erum með hlutafé í evrum. Ég sé ekki fram á neinn sérstakan flótta. Ef
ég ætlaði að vera með höfuðskrifstofur einhvers staðar erlendis þá væri
það aðallega til þess að vera nær mörkuðunum og starfsstöðvunum.
Kristín: Þetta er erfitt fyrir fyrirtæki sem eru með umtalsverða
starfsemi hér, í hvaða formi sem hún er, framleiðslu eða öðru, og eru
einnig með margt starfsfólk.
Ragnhildur: Starfsemin sem fer fram hér er fyrir innanlandsmarkað,
það er mikill vöxtur hjá mörgum félögum, til dæmis Actavis, Össuri
og Marel. Þau eru að stækka erlendis og þetta er eiginlega spurn-
ing um hvort menn ætli að vera með höfuðstöðvar á Íslandi eða í
útlöndum. Skattaumhverfið hér er hagstætt og ég sé ekki að aðstæður
séu þannig að fyrirtækin þurfi að fara úr landi. Það væri þá út af ein-
hverju öðru, til dæmis að vera nær markaðnum.
Eru bankarnir að viðra það að fara til útlanda?
Ragnhildur: Bankarnir eru kannski sérmál. Ég tel að það haldi í
menn að reka íslensk fyrirtæki sem eiga íslenskar rætur; fyrirtæki sem
eru í eigu Íslendinga og vilja halda þessum séríslensku einkennum.
Það er líklega aðalástæðan. Hins vegar má ekki gleyma því að Ísland
er ákaflega dýrt land. Það er talsverður munur á því að ráða fólk og
semja um kjör á Íslandi og erlendis.
ÁSLAUG PÁLSDÓTTIR:
Góður stjórnandi þarf að
hafa góðan áttavita. Til
þess að vita hvernig landið
liggur og átta sig jafnt á ytri
og innri aðstæðum.