Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2008, Side 87

Frjáls verslun - 01.05.2008, Side 87
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8 87 s j á v a r ú t v e g u r ast sérmeðhöndlunar af því hún væri kona, né að okkur bæri skylda til að kjósa hana vegna kynferðis.“ Þú ert eina konan í stjórn LÍÚ ásamt fimmtán körlum. Ef þarna væri jafnrétti, ættu þá ekki að vera átta konur í stjórn LÍÚ? „Ef það ætti að vera jafnrétti í sjávarútveg- inum, þá þyrftu líka að vera þrettán konur á hverju 26 manna skipi og það er bara ekki mögulegt, því þetta er karlastarf, þannig að ég sé nú ekki neina glóru í því. Ekki myndi ég vilja vera háseti hjá sjálfri mér, bara engan veginn,“ segir Guðrún ákveðið. Hlusta þeir á þig, meðstjórnendur þínir hjá LÍÚ? „Þetta eru góðir og duglegir karlar. Hvort þeir hlusta er ekki gott að vita. Ég tel þó alltaf réttmætt að í umræðum komi öll sjónarmið fram og það er raunin á þessum vettvangi. Mín tilfinning af setu þarna hefur alltaf verið sú, að við værum bara þjáningasystkin og samherjar í greininni,“ segir Guðrún og hlær. „Þegar ég kom fyrst inn í stjórn LÍÚ, hafði ég verið formaður Útvegsmannafélags Hafnarfjarðar í nokkurn tíma. Þegar Fiskmark- aður Hafnarfjarðar var stofnaður 1985 vorum við hjónin meðal stofnenda hans og ég var þar í stjórn. Þá voru hér í Hafnarfirði nokkur stór útgerðarfélög og ég hafði lengi verið skotin í hugmynd- inni um fiskmarkað. Við höfðum aldrei verið sjálf með frystihús og vorum háð því að þurfa að selja aflann öðrum aðilum í útgerð. Um leið og markaðir opn- uðust úti eftir þorskastríðið, fórum við að sigla bæði til Englands og Þýskalands og selja aflann þar. Ég lærði fljótt að meta hvernig það er að selja á markaði og vildi reyna að koma á markaði hérna. Hafnarfjörður var fyrsti bær- inn sem kom með fiskmarkað og það heppn- aðist ótrúlega vel. Markaðurinn var síðar sameinaður Suðurnesjamarkaðinum, sem var hið besta mál, því þá var hagstæðara að reka fiskmarkað þar.“ sjálfskipaðir gæslumenn? En hvað segir Guðrún um kvótann? ,,Auðvitað vitum við manna best útgerðarmenn og sjómenn, að það verður að vernda fiskistofnana, en það verður líka að gera það í skynsamlegum mæli. Þessar sífelldu kvótaskerðingar, eins og núna, maður sér eiginlega ekki tilganginn með því að skerða þorskinn svona mikið. Það eru orðnir fáir ef það er nokkur, sem stundar beinar þorskveiðar í dag. Ef ná á ýsu- eða ufsakvóta þá verða menn að hafa tvöfalt magn af þorski eða hætta á að ná ekki hinum teg- undunum, því fyrir hvert eitt tonn af ýsu fást að minnsta kosti tvö af þorski. Nú er boðuð meira en helmingsskerðing á hrefnu. Hver er til- gangurinn með því? Hrefnustofninn er alls ekki í útrýmingarhættu. Það er mikil eftirspurn eftir kjötinu hérna innanlands, fyrir utan það að hvalir taka gífurlegt magn úr lífríkinu og eru sannarlega miklir keppinautar okkar um sjávarfang. Ég sé heldur ekki tilganginn með því að skerða ufsann svona mikið. Ufsinn er flökkufiskur og fer bara á milli. Því ekki að taka hann þegar hann er hér? Er Hafró sjálfskipaður gæslumaður allra fisktegunda í heiminum? Við útgerðarmenn kunnum þó að laga okkur eftir aðstæðum og höfum einmitt verið dugleg að fækka skipum. Ég get þó ekki hagrætt miklu meira en ég er búin að gera. Ég er búin að fækka niður í eitt skip – á ég að fækka niður í hálft skip?“ Þú heldur þó ótrauð áfram? „Ég hef ekki yfir neinu að kvarta. Við gerum út einn stóran frystitog- ara núna, rekstur okkar hefur gengið mjög vel, við höfum ekki fjárfest mikið í veiðiheimildum og alls ekki í nýjum skipum. Svo hef ég lagt til hliðar, því ég trúi því að það komi sjö góð ár og svo sjö mögur ár, eins og stendur í biblíunni. Í góðærinu á maður að safna forða til mögru áranna, en ekki að sóa sínu fé jafnóðum,“ segir Guðrún Lárusdóttir. Guðrún Lárusdóttir, útgerðarkona í Hafnarfirði. Hún hefur setið í stjórn LÍÚ um árabil, og verið þar eina konan. „Ég lærði fljótt að meta hvernig það er að selja á markaði og vildi reyna að koma á markaði hérna. Hafnarfjörður var fyrsti bærinn sem kom með fiskmarkað og það heppnaðist ótrúlega vel.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.