Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2008, Page 89

Frjáls verslun - 01.05.2008, Page 89
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8 89 Hver er galdurinn? Agnar Hansson, bankastjóri Icebank: Staðlaðar kynjaímyndir og goðsagnir þarf að leggja til hliðar „Fjölgun kvenna í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu er að mínu mati framfaraskref. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þeim fyrirtækjum, sem hafa á að skipa konum og körlum í stjórnunarstöðum, vegnar betur en þeim sem ekki eru svo lánsöm að njóta krafta beggja kynja. Þá tel ég að það sé partur af samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja að veita öllum jöfn tækifæri til að nýta hæfileika sína og keppa um ábyrgðastöður á sam- keppnisgrundvelli. Það tryggir að lokum að hæfasti einstaklingurinn er valinn í hvert rúm, án þess að gefin sé afsláttur vegna kynferðis. Það er líka reynsla mín að það sé mun skemmtilegra að hafa bæði karla og konur við borðið þegar ákvarðanir eru teknar, það verður til þess að fleiri fletir koma til umræðu og álita. Það eitt leiðir til betri ákvarðana. Til að fjölga konum í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu þurfa nokkrir þættir að vinna saman. Þættir sem ég kýs að flokka í innri og ytri. Innri þættirnir snerta vilja og metnað kvenna sjálfra. Konur hafa sjálfar tekið hvatningu um að sækja aukna menntun á hinum hefðbundnu karlasviðum, t.d. í raungreinum. Svo vel að nú eru þær í meirihluta háskólanema flestum greinum, sem ætti að gera samkeppnishæfni þeirra um stjórnunarstöður betri. Þær verða síðan að fylgja þessari auknu menntun eftir með auknum metnaði þegar út í atvinnulífið er komið, sækjast oftar eftir fram- gangi innan fyrirtækja, vera óhræddar við að leggja hart að sér, sækja um lausar stöður, láta ekki eitt „nei“ buga sig, heldur halda áfram að gefa þau skilaboð að þær vilji axla ábyrgð sem stjórnendur og hætti ekki fyrr en þangað er komið. Ytri þættirnir snerta atvinnulífið og þá stjórnendur sem þar eru fyrir. Atvinnulífið verður að vera hlutlaust í kynjaafstöðu þegar kemur að ráðningum í stjórnunarstöður. Auglýsingar um laus störf mega ekki vera útilokandi fyrir annað kynið fremur en hitt – nema þá kannski baðverðir! Það er þekkt að konur sækja ekki um störf ef þær valda ekki að eigin mati öllum kröfum starfs. Karlarnir láta hins vegar vaða. Ráðningaferlið þarf að vera kynjahlutlaust. Staðlaðar kynjaímyndir og goðsagnir þarf að leggja til hliðar. Svo má aldrei missa sjónar á því sem mestu máli skiptir, að fá alltaf hæfasta stjórnandann sem völ er á burtséð frá kynferði.“ Það sem við þurfum fyrst og fremst að gera er að láta frábær dæmi um hvað fjölbreytni skilar fyrirtækjum smitast út í viðskiptalífið allt. Þannig náum við bestum árangri. Ég hef áður sagt að stundum sé eins og karlmenn líti á hugmynd- ina um konur í stjórnum svipuðum augum og oft virðist gagnvart útlendingum. Viðhorf í mörgum þjóðfélögum gagnvart útlendingum eru oft á þá leið að fólk þekkir þá ekki, óttast að þeir séu með allt önnur viðmið og hugsi öðruvísi og við erum smeyk við þá þess vegna. Það kann vel að vera að karlmenn, sem oft ráða hverjir sitja í stjórnum, þekki fáar konur og þær séu því eins og útlendingar fyrir þeim. Ég segi því bara, fjölgum útlendum viðhorfum í stjórnum fyrirtækja. Það er gott fyrir þau. Í haust og næsta vetur mun eiga sér stað kraftmikil umræða um þessi mál sem ég trúi að muni skila sér og smita út frá sér inn í við- skiptalífið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.