Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2008, Page 94

Frjáls verslun - 01.05.2008, Page 94
94 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8 F É l a g k v e n n a Í a t v i n n u r e k s t r i M arkmið með stofnun FKA - félags kvenna í atvinnu- rekstri var m.a. að gera konur í íslensku viðskiptalífi sýnilegri en þær voru áður, efla tengslin og finna einn sameiginlegan vettvang þar sem þær gætu komið saman og kynnst hvor annarri,“ segir Margrét Krist- mannsdóttir, forstjóri Pfaff og formaður FKA. FKA er níu ára gamalt félag, stofnað 1999, stofnfélagar voru hátt í þrjú hundruð konur og hefur það starfað af miklum krafti síðan og félagskonum fjölgað mjög mikið: „Í upphafi voru í félaginu aðeins þær sem áttu fyrirtæki, en fyrir nokkrum árum var lögum breytt svo að nú geta konur, sem ekki eru eigendur fyrir- tækja en eru í stjórnendastöðum í íslenskum atvinnurekstri, einnig gengið í FKA. Í dag eru félagskonur hátt á sjöunda hundrað og allir félagar eru fullborgandi og þannig virkir. Mikill kraftur er því í félagsstarfinu og öfugt við mörg önnur félög í dag eru stanslaust að bætast við nýir félagar og berast okkur margar umsóknir í hverjum mánuði.“ Höfum gert okkur sýnilegar Margrét segir að fjölgun félagsmanna í FKA og aukin starfsemi hafi valdið því að nauðsynlegt var að ráða starfsmann og var Sofía Johnson ráðin framkvæmdastjóri fyrir rúmum tveimur árum, sem hefur gert það að verkum að tengslin milli félagskvenna hafa enn aukist og samstaðan aldrei verið meiri: „Við erum nú með vettvang þar sem konum gefst tækifæri til að hittast og kynnast. Við erum með marga viðburði í hverjum mánuði og einnig erum við í miklum samskiptum í gegnum Netið og okkar heimasíðu, sem er mjög virk. Það skiptir því ekki máli hver búsetan er, hægt er að kom- ast í samband við allar félagskonur með hjálp Netsins. Þegar litið er til baka sést að okkur hefur orðið vel ágengt, sér- staklega við að gera konur sýnilegri og vekja verðskuldaða athygli á fyrirtækjum sem rekin eru af konum. Ég hef verið í stjórn félags- ins í sex ár, þar af formaður í þrjú ár og get fullyrt að við erum á góðu skriði og eftir okkur er tekið. Á sumum sviðum höfum við farið fram úr björtustu vonum og ég held að fáar konur sem stóðu að stofnun FKA hafi órað fyrir að níu árum síðar yrði félagatalan komin í 660. Það hefur skipt miklu máli að við vinnum að góðum málum og oft með traustum aðilum á borð við Samtök atvinnulífsins, iðnaðar- og við- skiptaráðuneytunum og fleiri stofnunum og félögum og erum þar með orðnar vel tengdar inn í stjórnsýsluna og önnur atvinnurekenda- samtök sem hefur styrkt félagið enn frekar. Við erum ekki eyland heldur höfum náð að tengjast inn í íslenskt viðskiptalíf.“ alþjóðleg samskipti FKA hefur lagt áherslu á samband við kollega á erlendum vettvangi og í ljós hefur komið að félagið hefur náð lengra en flest önnur sambærileg félög í nágrannalöndum okkar. „Við erum aðilar að alþjóðlegum samtökum með hliðstæðum félögum úti í heimi, en við viljum einnig sjá þetta starf nær okkur og höfum því ákveðið að leggja fram fé á næsta ári til að tengja okkur við svipuð félög á Norðurlöndunum – ætlum s.s. að taka önnur Norðurlönd í nokkurs konar fóstur. Það er ekki nokkur spurning að Ísland er komið lengst Norðurlandaí í að tengja saman konur í viðskiptalífinu og því ætlum við að taka frumkvæðið, hafa samband við félögin þar og miðla af þekkingu okkar. Mörg fyrirtæki á Íslandi hafa mikil viðskiptasambönd á Norðurlöndum og við teljum að það geti eflt félagskonur FKA MaRGRÉt kRiStMannSdóttiR, FORMaðuR FÉLaGS kVenna í atVinnuRekStRi: HöFuM gert okkur sÝnilegar VIÐ SEGJUM JÁ Aðalheiður Héðinsdóttir Forstjóri Kaffitár ehf Aðalheiður Karlsdóttir Framkvæmdastjóri Eignaumboðið ehf Aldís Sigurðardóttir Framkvæmdastjóri Empora auglýsingavörur ehf Anna G. Sverrisdóttir Framkvæmdastjóri Bláa Lónið hf Anna María Pétursdóttir Starfsmannastjóri Vífilfell hf Arna Harðardóttir Framkvæmdastjóri Auður Capital hf Arndís Ármann Steinþórsdóttir Skrifstofustjóri Sjávarútv.-& landb.ráðun. Auður Daníelsdóttir Framkvæmdastjóri Sjóvá Auður Finnbogadóttir Framkvæmdastjóri A Verðbréf hf Ása Richardsdóttir Framkvæmdastjóri Íslenski dansflokkurinn Ástrún B. Ágústsdóttir Framkvæmdastjóri Glitnir Bjargey Aðalsteinsdóttir Framkvæmdastjóri Þokkabót ehf Bjarnveig Eiríksdóttir Héraðsdómslögmaður Evrópulög ehf Bryndís Blöndal Framkvæmdastjóri Gling-gló ehf Bryndís Torfadóttir Framkvæmdastjóri SAS Íslandi Brynja Guðmundsdóttir Framkvæmdastjóri Gagnavarslan ehf Bylgja Birgisdóttir Rekstrarhagfræðingur MBA Dagný Halldórsdóttir Aðstoðarframkvæmdastjóri Neyðarlínan hf Dísa Anderiman Fjármálastjóri Marimo ehf Dögg Pálsdóttir Hæstaréttarlögmaður DP Lögmenn Edda Sólveig Gísladóttir Markaðsstjóri Bláa Lónið hf Elfur Logadóttir Lögfræðingur Auðkenni hf Elín Jónsdóttir Framkvæmdastjóri Arev verðbréf hf Erna Bryndís Halldórsdóttir Löggiltur endurskoðandi Hyrna ehf Fanney Gísladóttir Framkvæmdast. fjármálasviðs Núll-Níu ehf Gerður Ríkharðsdóttir Framkvæmdast. sérvörufyrirt. Hagar hf. Geirlaug Jóhannsdóttir MBA Háskólinn á Bifröst Guðfinna S. Bjarnadóttir Alþingismaður Alþingi Guðrún Elsa Gunnarsdóttir Rekstrarfræðingur Viðskiptaþjónusta Akraness ehf Guðrún G. Bergmann Hótelstjóri Hótel Hellnar Guðrún Hálfdánardóttir Varafréttastjóri mbl.is Morgunblaðið Guðrún Hrefna Guðmundsd. Framkvæmdastjóri Talnatök ehf Guðrún Högnadóttir Þróunarstjóri og aðjúnkt HR - Stjórnendaskólinn Guðrún Pétursdóttir Framkvæmdastjóri St. Sæmundar fróða, HÍ Guðrún Ragnarsdóttir Stjórnarformaður Registur ehf Guðrún Símonardóttir Framkvæmdastjóri Ábendi ehf Guðrún Þórarinsdóttir Framkvæmdast./Viðurk.bókari Rúnir Bókhaldsþjónusta ehf Hafdís Jónsdóttir Framkvæmdastjóri Laugar Spa Hafdís Karlsdóttir Tölvu- og viðskiptafræðingur Fv. Framkvæmdast. Icebank Halla Unnur Helgadóttir Framkvæmdastjóri Akkurat fasteignasala ehf Halldóra Matthíasdóttir Markaðsfræðingur M.sc. í stj. og stefnumótun Halldóra Traustadóttir Forstöðumaður Glitnir Heiðrún Jónsdóttir Framkvæmdastjóri Hf. Eimskipafélag Íslands Helga Benediktsdóttir Arkitekt/Framkvæmdastjóri Arkitektur.is Hildur Elín Vignir Framkvæmdastjóri IÐAN - fræðslusetur ehf Hildur Petersen Stjórnarformaður ÁTVR, Spron, Kaffitár, Pfaff Hjördís Ásberg Framkvæmdastjóri Maður lifandi ehf Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir Fjárfestingarstjóri Arev verðbréf hf. Hrund Rudolfsdóttir Framkvæmdastjóri Milestone hf Hrönn Greipsdóttir Framkvæmdastjóri SPRON Factoring Hulda Dóra Styrmisdóttir Stjórnendaráðgjafi Salmanía ehf Ingibjörg Ringsted Fjármála- og starfsmannastjóri Lostæti ehf Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir Stjórnendaráðgjafi Attentus Ingunn Svala Leifsdóttir Fjármálastjóri Kaupþing banki hf Ingunn E. Sveinsdóttir Framkvæmdastjóri N1 Jóhanna Waagfjörð Framkvæmdastjóri Hagar hf Katrín Olga Jóhannesdóttir Framkvæmdastjóri Síminn Katrín Pálsdóttir Kennari Háskóli Íslands Kristín Hulda Sverrisdóttir Forstöðumaður þjónustusviðs Háskólinn í Reykjavík Lára Björnsdóttir MA í félagsráðgjöf Fv. Félagsmálastjóri Lára Jóhannsdóttir Ráðgjafi Sjálfstætt starfandi Lára V. Júlíusdóttir Hæstaréttarlögmaður Borgarlögmenn Lilja Ólafsdóttir Fv. Forstjóri Sjálfstætt starfandi Linda Björk Gunnlaugsdóttir Forstjóri A.Karlsson Magnea Guðmundsdóttir Kynningarstjóri Bláa lónið hf Margrét Jónsdóttir Fjármálastjóri Eyrir Invest ehf Margrét Kristmannsdóttir Framkvæmdastjóri Pfaff hf Margrét Pála Ólafsdóttir Framkvæmdastjóri Hjallastefnan ehf Margrét Pétursdóttir Löggiltur endurskoðandi Ernst & Young Margrét Reynisdóttir Framkvæmdastjóri Kaxma ráðgjöf ehf Margrét Sigurðardóttir Eigandi MiniMax ehf Martha Eiríksdóttir Yfirmaður markaðsmála Landsnet hf Ólöf Árnadóttir Framkvæmdastjóri Auglýsingastofa P&Ó ehf Ragnheiður Halldórsdóttir Dir. of Strategy Implementation Marel Food Systems hf. Ragnheiður H. Magnúsdóttir Framkvæmdastjóri Mentis hf Ragnhildur Ásmundsdóttir Framkvæmdastjóri Petersen ehf Sigríður Margrét Guðmundsd. Framkvæmdastjóri Landnámssetrið ehf Sigríður Ólafsdóttir Þróunarstjóri Actavis Group Ptc Sigríður Snæbjörnsdóttir Forstjóri Heilbrigðisst. Suðurnesja Sigrún Böðvarsdóttir Sölu- og markaðsstjóri Salkaforlag ehf Sigrún Edda Jónsdóttir Stjórnarformaður Egilsson hf Sigrún Guðjónsdóttir Fv. framkv.st. Innn og Tæknivals MBA London Business School Sigrún Traustadóttir Framkvæmdast. fjármálasviðs Flugstoðir ohf Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Athafnakona Táknmál ehf Sigþrúður Guðmundsdóttir Framkvæmdastjóri Landsvirkjun Sjöfn Sigurgísladóttir Forstjóri Matís ohf Soffía Gísladóttir Framkvæmdastjóri Símenntunarm. Eyjarfjarðar Sofía Johnson Framkvæmdastjóri FKA Sólrún Halldórsdóttir MBA Thunderbird, USA Steinunn Þórðardóttir Framkvæmdastjóri Glitnir Svanhvít Aðalsteinsdóttir Stjórnarformaður NAVIA ehf Svava Johansen Forstjóri NTC hf. Tanya Zharov Framkvæmdastjóri Auður Capital hf Unnur V. Hilmarsdóttir Framkvæmdastjóri Dale Carnegie Vilborg Lofts Ráðgjafi og MPM nemi Sjálfstætt starfandi Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir Deildarstjóri / Eignast. einstakl. Glitnir Þóra Ásgeirsdóttir Félagsfræðingur / MBA Kná ehf Þóra Þorvarðardóttir Viðskiptafræðingur Talnaberg ehf Þóranna Jónsdóttir Markaðsmál og viðskiptaþróun Auður Capital hf Þórdís Lóa Þórhallsdóttir MBA/sérleyfishafi Pizza Hut Ísland & Finnland Þórey Vilhjálmsdóttir Framkvæmdastjóri Ólöf ríka ehf Þórunn Reynisdóttir Forstjóri Destination Europe Nánari upplýsingar: www.leidtogaaudur.is www.fka.is fka@fka.is FRAMUNDAN ER TÍMI AÐALFUNDA OG STJÓRNARKJÖRS Í dag skipa konur innan við 10% stjórnarsæta í stærstu fyrirtækjum landsins. Við teljum að hvorki fyrirtækin né samfélagið hafi efni á því að hafa stöðuna óbreytta. Oft heyrist að erfitt sé að finna konur til að taka sæti í stjórnum. Við kynnum hér öflugan hóp kvenna með víðtæka reynslu og þekkingu. Við erum yfir 100 konur sem lýsum okkur reiðubúnar að setjast í stjórnir fyrirtækja. Listinn er þó langt frá því að vera tæmandi. Við erum miklu, miklu fleiri. texti: hilmar karlsson • MyndiR: geir ólafsson Auglýsingin frá því í vetur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.