Frjáls verslun - 01.05.2008, Side 114
114 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8
K
y
N
N
IN
G
Veritas Capital (móðurfélag Vistor, Distica og Artasan) hlaut „Gæfu-sporið“ í vor, viðurkenningu frá
Félagi kvenna í atvinnurekstri, fyrir að skara
fram úr við að virkja kraft kvenna.
Vilborg Gunnarsdóttir, starfsmannastjóri
Veritas Capital, og Guðbjörg Alfreðsdóttir,
framkvæmdastjóri Vistor:
Með hvaða hætti hefur Veritas Capital
unnið að virkjun kvenna?
„Það skemmtilega við þessa viðurkenningu er
að við höfum ekki verið að vinna meðvitað
að framgöngu kvenna hjá fyrirtækjunum.
Viðurkenninguna fengum við ekki síst fyrir
hátt hlutfall kvenstjórnenda en sem dæmi má
nefna að í tveimur fyrirtækjanna skipa konur
tvö sæti af þremur stjórnarsætum og eru
konur helmingur framkvæmdastjóra fyrir-
tækjanna. Við ráðningar höfum við það
eingöngu að leiðarljósi að velja hæfustu ein-
staklingana. Því má segja að viðurkenningin
hafi komið okkur skemmtilega á óvart.“
Beitið þið einhverjum sérstökum
aðferðum við ráðningar til að fá þessar
niðurstöður?
„Við teljum okkur standa faglega að ráðn-
ingum í öll störf og notum staðlaðar aðferðir.
Það er mikil eftirspurn eftir störfum hjá
okkur svo við þurfum ekki að auglýsa í hvert
sinn sem staða losnar. Þá notum við stöðluð
spurningaform hvort sem er í ráðningarvið-
tölum eða viðtölum við umsagnaraðila. Þegar
hringurinn þrengist leggjum við persónu-
leikapróf fyrir umsækjendur sem aðstoða
okkur við að taka endanlega ákvörðun.
Í hverju felast gildin sem Veritas Capi-
tal vinnur eftir?
„Gildin okkar, sem eru hreinskiptni, áreið-
anleiki og frumkvæði, eru öllum starfs-
mönnum ljós. Við höldum þeim mjög á
lofti og vinnum eftir þeim. Ef þú spyrðir
starfsmann hvers vegna þetta eru okkar gildi
- myndi ekki standa á svörum.“
Leggið þið mikið upp úr markvissri
fræðslu starfsmanna?
„Já, við skipuleggjum fræðslu hvers árs
með teknu tilliti til niðurstaðna úr frammi-
stöðumatssamtölum sem tekin eru á hverju
vori. Þar finnum við „þekkingargötin“ og
stoppum í þau með framkvæmd fræðsluáætl-
unar. Nýliðar fá líka markvissa þjálfun þegar
þeir hefja störf og fer það auðvitað eftir því
hvaða störf þeir eru að takast á hendur.“
„Við ráðningar höfum við
það eingöngu að leiðarljósi
að velja hæfustu einstakling-
ana. Því má segja að
viðurkenningin hafi komið
okkur skemmtilega á óvart.“
HÁTT HLuTFALL KVENSTJÓRNENDA
www.veritascapital.is
Veritas Capital
Vilborg Gunnarsdóttir,
starfsmannastjóri Veritas
Capital, og Guðbjörg
Alfreðsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Vistor,
segja að mikil eftirspurn
sé eftir störfum hjá fyrir-
tækjunum.