Frjáls verslun - 01.05.2008, Page 156
156 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8
K
Y
N
N
IN
G
Hafdís Rafnsdóttir og Berglind Hólm, sölufulltrúar hjá fasteignamiðl-uninni RE/MAX Torg í Garðabæ,
hafa náð mjög góðum árangri í starfi. Hafdís
hóf störf sem sölufulltrúi haustið 2005 og er
einn af eigendum RE/MAX Torg. Þær stöllur
eru miklar íþróttakonur og kemur keppnis-
skapið og þrautseigjan að
góðum notum í þeirra starfi.
Mikill áhugi á sölumennsku
Hafdís Rafnsdóttir keppti sem
unglingur í frjálsum íþróttum
og náði mjög góðum árangri á landsmæli-
kvarða.
„Ég hef ávallt haft mikinn áhuga á sölu-
mennsku því henni fylgja mannleg sam-
skipti,“ segir Hafdís, sem hefur verið sölu-
hæsti sölufulltrúinn hjá RE/MAX á Íslandi
frá því hún hóf störf. Hafdís var í fyrsta til
öðru sæti yfir söluhæstu sölufulltrúa RE/
MAX á Íslandi árið 2006 og aftur 2007, þá
ásamt Berglindi Hólm.
Berglind Hólm stundaði ballett á yngri
árum og hestamennsku og náði góðum
árangri í þeim. Hún hóf störf sem sölufulltrúi
í ágúst 2006. Þær stöllur byrjuðu strax að
vinna saman og árangurinn
lét ekki á sér standa.
„Ég hef alltaf unnið við
þjónustu og sölumennsku og
finnst fátt skemmtilegra en
að hjálpa fólki við að leysa
vandamál sín.“ Samhliða vinnu er Berglind í
námi til löggilts fasteignasala.
Vinnubrögð sem skila árangri
Saman hafa þær kappkostað að skapa traust
viðskiptavinanna með krafti sínum, sam-
viskusemi og elju. Þær segjast vera mjög
skipulagðar og vinna samkvæmt mottóinu
kraftur, traust og árangur og það má segja
að þetta mottó felist í persónuleika þeirra.
Hjá RE/MAX Torg hafa þær sýnt og sannað
að vinnubrögð eins og þeirra skila árangri
til viðskiptavinanna. Þær segjast þrífast best
í krefjandi og árangurstengdu starfi. „Við
leggjum metnað í að veita góða þjónustu.
Okkur finnst mikilvægt að viðskiptavinirnir
fái lausn mála sinna og að bæði kaupendur
og seljendur séu ánægðir. Bestu meðmælin
eru ánægðir viðskiptavinir sem benda öðrum
á okkur og okkar þjónustu.“
Þær Hafdís og Berglind segjast ekki hræð-
ast kólnun á fasteignamarkaðnum. „Á harðn-
andi markaði höfum við náð jafnvægi og
salan hjá okkur hefur verið góð það sem af
er árinu.“
Hringdu núna!
Bergsteinn Gunnarsson
Hafdís:
Berglind:
Hafdís Berglind
RE/MAX Torg Hafdísi Berglindi Hólm
Hafdís Rafnsdóttir og Dave Lineger stofnandi RE/MAX
Berglind Hólm og Dave Lineger stofnandi RE/MAX
Bestu meðmælin
eru ánægðir
viðskiptavinir
Hafdís Rafnsdóttir,
hægra megin,
og Berglind Hólm
vinstra megin,
vinna samkvæmt
mottóinu kraftur,
traust og árangur.
RE/MAX á Íslandi
KoNur söluhæstar 2007
www.remax.is