Frjáls verslun - 01.05.2008, Page 160
160 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8
Mjólkursamsalan ehf. tók til starfa í janúar 2007 við samruna MS, Osta - og smjörsölunnar og Norð-
urmjólkur. Fyrirtækið leggur mikla áherslu
á öflugt vöruþróunar- og markaðsstarf. Þar
starfar fólk með mikla reynslu og menntun á
sviði viðskipta, matvæla- og næringarfræða og
mjólkurverkfræði. Að sögn Guðnýjar Steins-
dóttur, markaðsstjóra mjólkur- og ferskvara,
Guðbjargar Helgu Jóhannesdóttur, markaðs-
stjóra osta og smjörvara, og Ernu Erlends-
dóttur, markaðsstjóra osta- og smjörvara í
afleysingum, tekur vöruþróunarstefna MS
tillit til hollustu og heilbrigðis neytenda:
„Í vöruþróunarstefnu okkar er annars
vegar reynt að mæta þörfum og óskum við-
skiptavina um hollustu vara og hins vegar
ráðleggingum Lýðheilsustöðvar um matar-
æði. Þannig leggjum við okkar af mörkum
til að stuðla að betra heilbrigði, heilsu og
vellíðan neytenda. Mjólkursamsalan getur
stolt státað af einhverju mesta vöruúrvali sem
þekkist á heimsvísu (miðað við höfðatölu
íbúa) í þessum iðnaði.“
Stefna í vöruþróun
„Nokkur umræða hefur verið á síðustu miss-
erum um sykur í mjólkurvörum og heyrst
hefur að MS sé stærsti innflytjandi á sykri á
landinu. Það er svo fjarri lagi því við flytjum
eingöngu inn um 3% af heildarsykurmagn-
inu og þá er ótalinn sá sykur sem er í inn-
fluttum tilbúnum matvælum og sælgæti.
Nýtt Krakkaskyr
„Til þess að svara nýjum kröfum neytenda
um vörur með enn minna sykurmagni og
án sætuefna ætlum við á næstu þremur árum
að stórauka framboð á sykurskertum vörum.
Til að mynda er Krakkaskyr með fjórum
bragðtegundum nú á leið í verslanir. Það er
sykurminna en sambærilegar bragðbættar
vörur, auk þess sem ávaxtainnihald er einnig
óvenjuhátt eða 20%.
Við fylgjumst með þörfum neytendahópa
með öflugum markaðsrannsóknum. Einnig
reynum við að halda utan um allar óskir
og athugasemdir sem berast okkur sem og
umfjallanir í fjölmiðlum.“
„Mjólkursamsalan getur
stolt státað af einhverju
mesta vöruúrvali sem
þekkist á heimsvísu
(miðað við höfðatölu íbúa)
í þessum iðnaði.“
MS
hollusta oG heIlbrIGðI tIl NeYteNda
Frá vinstri: Guðbjörg
Helga Jóhannesdóttir,
Guðný Steinsdóttir
og Erna Erlendsdóttir.
K
YN
N
IN
G
www.ms.is