Frjáls verslun - 01.05.2008, Page 164
164 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8
K
Y
N
N
IN
G
Empora
ímYNd sem vex
Þrjár framsæknar stúlkur, sem þá voru allar í námi í viðskiptafræði við HR, stofnuðu fyrirtækið Empora – auglýs-
ingavörur með það að markmiði að reka
öðruvísi auglýsinga- og gjafavörufyrirtæki.
Ferskar auglýsingavörur
„Við leggjum metnað í
að veita viðskiptavinum
okkar einstaka þjónustu til
að þeir nái samkeppnisfor-
skoti á markaðnum með
því að nota nýjar og ferskar
auglýsingavörur í markaðs-
starfi sínu,“ segir Hrafnhildur J. Moestrup,
einn eigenda Emporu.
„Við flytjum megnið af vörunum inn frá
birgjum í Evrópu og Bandaríkjunum. Við val
okkar á birgjum leggjum við ríka áherslu á að
þeir uppfylli þá gæðastaðla sem við höfum
sett og þarf stefna þeirra að fara saman við
stefnu okkar. Máttur auglýsingavara er mikill
og því viljum við leggja áherslu á að eig-
inleiki vörunnar skapi sterk áhrif og upplifun
hjá viðtakandanum. Við
teljum auglýsingavöru-
markaðinn hér á landi
enn mjög vanþróaðan
og stjórnendur fyrirtækja
virðast enn líta á auglýs-
ingavörur sem kostnað en
ekki fjárfestingu. Aug-
lýsingavörur eru hiklaust
fjárfesting því þær gegna mikilvægu hlutverki
í allri markaðsblöndunni. Það er staðreynd
að auglýsingavörur skila betri árangri en til
dæmis blaða- eða sjónvarpsauglýsingar einar
og sér og ljóst er að til að ná sem mestum
árangri í markaðsstarfinu þarf að blanda
auglýsingamiðlunum rétt saman.“
Gæði, falleg hönnun og notagildi
„Við viljum sjá meira líf inni á auglýsinga-
vörumarkaðinum og gefa fyrirtækjum kost
á að kynna sig með nýjum leiðum og öðru-
vísi vörum sem endurspegla gæði, fallega
hönnun og notagildi,“ segir Hrafnhildur.
„Við viljum aðstoða viðskiptavini okkar eftir
bestu getu, meðal annars með því að færa
vinnuna í ríkari mæli yfir til okkar og spara
viðskiptavinum okkar þannig dýrmætan tíma
sem færi annars í að finna hentugar vörur,
veita ráðgjöf varðandi val á vörum og koma
með nýjar lausnir í kynningarstarfi.“
„Auglýsingavörur eru
hiklaust fjárfesting því
þær gegna mikilvægu
hlutverki í allri markaðs-
blöndunni.“
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, Salóme Guðmundsdóttir, Hrafnhildur J. Moestrup, Aldís G. Sigurðardóttir og Þórunn Jónsdóttir.
www.empora.is