Frjáls verslun - 01.05.2008, Page 168
168 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8
a u ð u G u s t u k o n u r b r e t l a n d s
M iðað við norrænt viðskiptalíf fer lítið fyrir konum í æðstu stjórnunarstörfum og í stjórnarher-bergjum bresks viðskiptalífs. Því hefur verið fleygt hér í umræðunni hvort hérlendir ættu
að fylgja Norðmönnum og setja lög um hlutfall kvenna í
stjórnum en hugmyndin hefur lítinn hljómgrunn. Stjórn
Verkamannaflokksins er líka áberandi áhugalítil um að hafa
eftirlit með viðskiptalífinu með lagaboðum.
Þrátt fyrir þetta fjölgar enskum auðkonum jafnt og þétt.
Þær auðugustu eiga þó flestar eignir með eiginmönnum
sínum eða skyldmennum. Aðrar hafa auðgast á skilnaði eftir
að hafa verið giftar auðugum mönnum. Nú þegar helminga-
skiptareglan er orðin hefðbundin viðmiðun við skilnað fá
konur góðan slatta eignanna þegar hjónabandinu lýkur. Yngri
auðkonur, sem hafa auðgast á eigin ágæti, hafa flestar haslað
sér völl í skemmtanalífinu og tískuheiminum, eru söngkonur,
leikkonur eða fyrirsætur.
En nú stefnir í betri daga: yngri konur sækja í menntun
sem hefur reynst körlum drjúg til auðsöfnunar, til dæmis í
bankaheiminum. Í Englandi eru konur víða að verða fleiri en
karlmenn í greinum eins og lögfræði, viðskiptafræði og læknis-
fræði. Því er spáð að með sama framhaldi verði konur orðnar
rúmlega helmingur breskra milljónamæringa árið 2020.
auðugar eiginkonur
Auðugustu konur Bretlandseyja eru allar svona vel stæðar
af því þær eru eiginkonur eða dætur auðmanna en sumar
þeirra taka líka þátt í umsvifunum. Sú auðugasta er Kirsty
Bertarelli, algjörlega óþekkt nafn hér og reyndar nýtt nafn
hverniG auðGast
breskar konur?
auðugustu konur Bretlandseyja eru flestar vel stæðar í krafti þess
að þær eru eiginkonur eða dætur auðmanna. sú auðugasta er Kirsty
Bertarelli, fyrrum fyrirsæta, sem giftist ernesto Bertarelli, erfingja lyfja-
fyrirtækis sem hann hefur drifið áfram af krafti.
textI: sigrún davíðsdóttir • mYNdIr: ýmsir
Kristy Bertarelli hefur ástæðu til að fagna eigin ríkidæmi.