Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2008, Page 170

Frjáls verslun - 01.05.2008, Page 170
170 F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8 a u ð u G u s t u k o n u r b r e t l a n d s hærri en hann og vildi ekkert með hann hafa. Hann gafst ekki upp, heldur ekki þó hún talaði enga ensku. Hjónin búa í London og víðar. Mestur hluti þeirra 2,4 milljarða punda sem hann er talinn eiga, er í sjóði á Jersey, skráðum á hennar nafn. Þau hafa undanfarin ár gefið 50 milljónir punda í góðgerðastarfsemi og Slavica tekur þátt í því en starfar ekki í fyrirtækjum eiginmannsins. Hin 72 ára barónessa Howard de Walden heitir fullu nafni Mary Hazel Caridwen Czernin og er tíundi ættlið- urinn í samnefndri aðalsætt. Hún er elst fjögurra systra og höfuð fjölskyldunnar. Eins og oft er með gamlan enskan auð byggist auður barónessunnar á fasteignum í London. Fjölskyldan á til dæmis 92 ekrur lands í kringum læknagöt- una Harleystræti en nafnið er varla nefnt í fjölmiðlum. Önnur öldruð hefðarkona, sú sjöunda á auðkvennalist- anum, er lafði Elizabeth Grantchester. Lafðin er dóttir Sir John Moores sem stofnaði veðmangarafyrirtæki fyrir tæpri öld og auðgaðist vel á því. Lafðin giftist svo baróni sem var aðeins annar í röðinni svo titill lafðinnar er nær ekki jafnlangt aftur og saga Howard de Walden. Eignirnar á hún með yngri bróður sínum og auk veðstarfsemi liggur auðurinn í verslunarfyrirtækjum. dugnaður, elja og harka Hourieh Peramaa er 75 ára og ættuð frá Kazakstan. Þegar hún var sautján ára bjó hún í írönskum flóttamannabúðum og átti hvorki til hnífs né skeiðar, eða svo segir nánast eina sagan sem af henni fer. Þar hitti hún læknanema af auð- ugum ættum. Peramaa hefur á undanförnum áratugum keypt og selt eignir bæði í Evrópu og Asíu og byggt upp eignasafn sem er metið á milljarð punda. Það er ekki mikið vitað um þessa smávöxnu konu sem í vetur hélt góðgerðasamkomu þar sem Mikhail Gorbaséf, fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna, var heiðursgestur. Hún komst í fréttir í ársbyrjun þegar hún keypti eina dýrustu húseign höfuðborgarinnar í Norður-London, í sömu götu og stálkóngurinn Lakshmi Mittal, auðugasti maður Bret- lands, býr, auk ýmissa Sádí-Araba. Verðið var 50 milljónir punda fyrir hús í grískum stíl sem tyrkneskur auðmaður lét byggja fyrir sex árum. Aldrei hefur verið búið í húsinu þó það standi fullbúið og nú ætlar Peramaa að taka á málum með íslenskum stíl, láta rífa allt innan úr húsinu og byrja upp á nýtt. Ítalskur arki- tekt sér um þessar framkvæmdir sem fara hátt í að tvöfalda verðið. Inngangur heimilisfólksins verður falinn neðan- jarðar og í anda James Bond verður byggður þyrlupallur sem verður hægt að láta hverfa niður í grasið. Þó fyrirtæki Ruth Parasol séu eignuð bæði henni og eigin- manni hennar, Russel de Leon, er hún driffjöðrin þar og var komin vel áleiðis í auðsöfnun þegar þau giftust 2003. Hún er 41 árs bandarískur lögfræðingur, dóttir pólsks gyðings sem lifði af útrýmingarbúðir nasista áður en hann flutti til Bandaríkjanna. Hún hefur gert út á tvær mannlegar hvatir, kynhvöt og spilafíkn, verið með í fyrirtækjum sem tengjast símaklámþjónustu og síðan spilavítum, nú síðast á netinu. Þegar bandarísk lög um spilavíti breyttust tapaði Parasol miklu en nú er fyrirtæki hennar skráð í Bretlandi. Hjónin búa í skattaparadísinni Gíbraltar en fjölmiðlar velta því fyrir sér hvort hún megi fara til Bandaríkjanna því hugsanlega vofi yfir henni málaferli. Parasol sést aldrei í fjölmiðlum en þeir sem hafa hitt hana segja hana hægláta og stórglæsilega án þess að neitt bendi til þess í hvaða geirum hún starfi. Ann Gloag er oft í fréttum, síðast nú í vetur þegar fyrrum maður hennar lést í umferðarslysi. Þau hjón keyptu rútu og lokkuðu að viðskiptavini með ókeypis samlokum sem móðir hennar smurði. Síðan slóst bróðir Ann í hópinn, en hann er endurskoðandi. Hjónabandið fór út um þúfur og eiginmaðurinn setti upp eigið rútufyrirtæki. Þó það væri minna í sniðum en rekstur fyrrum eiginkonu gerði hún allt sem hún gat til að klekkja á honum. Einkasonur þeirra fyrir- fór sér 28 ára að aldri, faðirinn fékk ekki að sitja fremst með fjölskyldunni við jarðarförina og var ekki nefndur á nafn við það tækifæri. Gloag er 65 ára og situr enn í stjórn fyrirtækisins en sinnir ekki lengur daglegum rekstri. Hún á tvo kastala, hefur staðið í málaferlum við bæjarfélögin þar því hún vill ekki neinn umgang um eignir sínar þó það sé annars rík hefð fyrir því í Englandi að göngufólk megi nota gamla göngustíga á einkalandareignum. Hún hefur líka staðið í málaferlum við fólk sem hefur leigt á landareignum hennar og er greinilega frekar stríð í skapi, þó hún hafi fengið orðu fyrir góðgerðastarfsemi. stefnir í fleiri auðkonur Rannsóknir bæði hér og víðar sýna að fyrirtæki þar sem konur eru í stjórn ganga betur. Skýringin er líklega sú að þá er tekið tillit til fleiri þátta en ella. Bresk fyrirtæki hafa verið sein að átta sig á þessum einföldum staðreyndum en það er ekki öll von úti enn og hvort sem breskt viðskiptalíf er fjandsamlegt konum eða ekki þá eru þær að sækja í sig veðrið. Breskar konur sækja líka stíft í nám. Rannsóknarstofnun hér, CEBR, hefur spáð því að árið 2020 verði 1,7 milljónir Breta milljónamæringar í pundum talið og að 53 prósent þeirra verði konur. Þó síðasta niðursveifla valdi því kannski að milljónamæringar verði ekki alveg svona margir er allt sem bendir til að konur nái sér vel á strik í þeim hópi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.