Frjáls verslun - 01.05.2008, Page 171
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8 171
v a l d a M e s t a k o n a í t a l í u
Þ
egar litið er á fulltrúa ítalsks viðskiptalífs eins
og þeir birtast í fjölmiðlum vantar þar almennt
tvo hópa: ungt fólk og konur. Nú hafa samtök
ítalskra iðnrekenda, Confindustria, kosið nýjan
forseta sem hefur áhuga á að bæta úr fyrir báða
hópana. Nýi forsetinn er Emma Marcegaglia sem er aðeins
43 ára, næstyngst í embættinu hingað til. Auk þess hefur
hún verið í forsvari fyrir samtök ungra iðnrekenda bæði
heima og á evrópskum vettvangi.
Marcegaglia er ein af mörgu vel menntuðu ungu framá-
fólki í ítölsku viðskiptalífi, með próf bæði að heiman og frá
Bandaríkjunum. Hún er í stjórn fyrirtækis sem fjölskylda
hennar á en fjölskyldufyrirtæki eru einmitt einkennandi
fyrir ítalskt viðskiptalíf. Og það er ekki aðeins af því að fjöl-
skyldufyrirtækið er stálfyrirtæki að Marcegaglia er kölluð
„stálfrúin“. Annað viðurnefni hennar er „Black & Decker“.
Þó það fari ekki mikið fyrir konum á opinberum vett-
vangi viðskiptalífsins eru þær samt margar tengdar viðskipta-
lífinu einmitt í gegnum fjölskyldufyrirtæki. Ítalskar konur
lenda líka oft í eignaumsýslu þegar þær verða ekkjur.
Fædd inn í fyrirtækið
Marcegaglia er fædd inn í samnefnda stáliðju sem Steno,
faðir hennar, stofnaði ásamt félaga sínum 1959. Fyrirtækið
óx fljótt, hefur keypt mörg fyrirtæki og er nú stærsta ítalska
fyrirtækið í framleiðslu sérhæfðra hluta, til dæmis vélarhluta,
úr stáli. Uppgangur þess er einkar áhugaverður á tímum
þegar framleiðslufyrirtæki víða um Evrópu eiga erfitt upp-
dráttar.
Faðirinn er nú stjórnarformaður en hafði búið vel
í haginn fyrir börnin tvö. Undir stjórn Emmu, sem er
fjármálastjóri, og Antonios, bróður hennar, sem er fram-
„stálfrúin“
valdamesta kona ítalíu
Hún er nefnd stálfrúin og er nýr forseti samtaka ítalskra iðnrekenda. Hún er aðeins
43 ára og heitir Emma Marcegaglia. annað viðurnefni hennar er „Black & decker“.
textI: sigrún davíðsdóttir • mYNdIr: ýmsir
Emma Marcegaglia er nefnd stálfrúin. Hún er nýr forseti samtaka iðnaðar-
ins á Ítalíu.