Frjáls verslun - 01.05.2008, Qupperneq 183
Lífsstíll
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8 183
„Ég var 10 ára þegar ég keypti fyrsta
hestinn minn,“ segir Sigríður Halla
Stefánsdóttir sem rekur Kökuhornið
ásamt eiginmanni sínum, Guðna Hólm
Stefánssyni. Hesturinn var litla-Jörp.
„Ég hef alltaf verið veik fyrir dýrum.“
litla-Jörp var í eigu Sirrýjar næstu
fjögur árin og eftir það eignaðist hún
næsta hest. Í dag á hún og fjölskyldan
um 15 hesta. á meðal þeirra eru
Spakur, darri, lind og Klængur. Sonur
Sirrýjar, Stefán, sem er 10 ára, er á
kafi í hestamennskunni og þeir eru
margir verðlaunabikararnir sem er stillt
upp í herberginu hans.
„Hestamennskunni fylgir útivera
og mikill félagsskapur en maður kynn-
ist fullt af fólki í gegnum hana,“ segir
Sirrý.
fjölskyldan á líka fjóra þýska fjár-
hunda. Þess má geta að Sirrý og
Guðni rækta þýska fjárhunda og má
sjá upplýsingar um það á heimasíð-
unni kolgrima.is
„Það þarf að gera eitthvað á
hverjum degi í tengslum við hestana
og hundana. Ég er mikið sófadýr og ég
lægi uppi í sófa ef hundarnir drægju
mig ekki til að fara út að labba og ef
ég þyrfti ekki að fara í hesthúsið.“
Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, fór
að hjálpa föður sínum við garðyrkju og girð-
ingavinnu þegar hann var barn. Þá fór bolti
að rúlla sem hefur ekki stoppað síðan og
á fullorðinsárum fékk hann mikinn áhuga á
trjárækt. Hann fær útrás fyrir það áhugamál
á sumarhúsalóð sinni í Grímsnesi. Hann
hefur plantað þar um 1000 trjám og enn eru
þau mörg sem eiga eftir að fara í mold. Þetta
verður því orðinn mikill sælureitur þegar sum-
arhúsið verður byggt og trén munu veita skjól
gegn Kára. lóðin er í hlíð Minna-Mosfells og
er útsýni til Ingólfsfjalls, Vörðufells, Hestfjalls,
Svínavatns og apavatns. landnámsmaðurinn
Ketilbjörn gamli nam land að Mosfelli og
hann ku hafa grafið þar silfur.
„Ég hef gróðursett ýmsar grenitegundir,
birki og reyni auk þess sem ég hef sett
niður síberíulerki,“ segir Gísli sem er í
Skógræktarfélagi Kópavogs og umgengst þar
af leiðandi mikið fólk með sama áhugamál.
Hann les bækur og tímarit um trjárækt og
þess má geta að hann fór í fyrrahaust í sér-
staka skógræktarferð í svissnesku alpana
og fræddist þar um plöntur sem vaxa í
þeirri paradís.
„Ég slaka á frá skrifstofuvinnunni þegar
ég fer austur. Þetta er svo ólíkt því og að
vera í vinnunni. Ég er þá einn með sjálfum
mér og sköpunarkrafturinn fær útrás. Það
er gaman að fá að skapa, móta og rækta
og þetta ber árangur fljótt. Þá er þetta
fjölskylduvænt áhugamál,“ segir Gísli sem
á þrjú börn. Þau hjálpa pabba við að gróð-
ursetja og auðvitað er gaman að leika
sér í guðsgrænni náttúrunni þegar þol-
inmæðina við það þrýtur. Systkinin geta
líka leitað að silfri Ketilbjörns gamla. Svo
er aldrei að vita nema að ekta silfurreynir
fari að vaxa í landi pabba. Það væri ævin-
týri út af fyrir sig.
Hestamennska:
Hef alltaf verið veik fyrir dýrum
Sigríður Halla Stefánsdóttir. „Það þarf að gera eitthvað
á hverjum degi í tengslum við hestana og hundana.“
trjárækt:
Í landi
ketilbjörns gamla
Gísli Tryggvason, Tryggvi, Erika og Aníta. „Það er gaman að fá að skapa, móta og rækta
og þetta ber árangur fljótt. Þá er þetta fjölskylduvænt áhugamál.“