Frjáls verslun - 01.05.2008, Side 191
fólk
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 8 191
Bjarni Hrafn Ingólfsson:
„Draumurinn er að
komast með fjölskyld-
una til Barbados í
haust, sem er yndisleg
eyja og ógleymanlegt
er að heimsækja.“
heimsferðir er stærsta ferðaskrifstofa landsins og er starfsemin fjölbreytt. Auk þess sem fyrirtækið býður upp
á fjölbreytta ferðamöguleika þar sem meðal
annars er boðið upp á borgarferðir, sólar-
landaferðir, gönguferðir, siglingar og golfferðir
þá eru ýmsar sérferðir í boði þar sem allir ættu
að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Bjarni Hrafn Ingólfsson er markaðs-
stjóri Heimsferða: „Þessa dagana er allt á
fullu við að undirbúa vetrarprógramið sem
er að fara í sölu. Jafnframt þarf auðvitað
að fylgja eftir sölu á öðrum ferðum, bæði
sumar og haust. Það er í ansi mörg horn að
líta í markaðssetningunni á þessum tíma,
eins og reyndar er orðið meira og minna
allan ársins hring, þar sem fyrirtækið hefur
vaxið hratt á liðnum árum. Farþegafjöld-
inn hjá Heimsferðum í fyrra fór vel yfir
50.000 og fjöldi áfangastaða er vel á þriðja
tuginn.“
Bjarni er uppalinn í Kópavoginum og býr
þar ásamt eiginkonu sinni, Ingu Þórisdóttur
viðskiptafræðingi og þjónustustjóra einstakl-
ingsviðskipta hjá SPRON við Ármúla, og
börnum þeirra. „Við erum tiltölulega nýflutt
í eldra hús sem við höfum unnið að veru-
legum endurbótum á í Hlégerðinu í vesturbæ
Kópavogs. Þar er frábært að vera; hverfið er
mjög gróið og friðsælt og vel staðsett á höf-
uðborgarsvæðinu.
Við hjónin gerum mikið af því að ganga og
búum að því að stutt er niður að sjó þar sem
við búum. Það eru hrein forréttindi að eiga
þess kost að geta gengið meðfram sjónum,
virt fyrir sér fuglalífið og fundið sjávarlykt-
ina. Eins er ég alltaf að reyna að leggja meiri
stund á golfið en það gengur svona og svona.
Framfarirnar eru líka í takt við ástundunina
þessa dagana – frekar á hraða snigilsins. Það
fylgir því að þegar fjölskyldan stækkar verður
minni tími til annars og með lítinn eins árs
snáða situr golfið aðeins á hakanum.
Það stendur til að fara í sumarfrí til
útlanda síðar í sumar og væntanlega verður
annaðhvort Rhodos eða Mallorca fyrir val-
inu. Draumurinn er síðan að komast með
fjölskylduna til Barbados í haust, sem er ynd-
isleg eyja og ógleymanlegt er að heimsækja.
Í fyrra fórum við þrjár fjölskyldur saman
til Ítalíu í tvær vikur, alls 17 manns. Fyrri
vikuna vorum við í fallegum bæ sem heitir
Caorle og er ekki langt frá Feneyjum og stutt
frá Bibione og Lignano, sem margir Íslend-
ingar þekkja. Síðari vikuna vorum við síðan
í Toscana á yndislegum stað í ekta Toscana
sveitasælu. Alveg frábært sumarfrí.“
markaðsstjóri Heimsferða
BJarni Hrafn ingólfsson
nafn: Bjarni Hrafn Ingólfsson.
fæðingarstaður: reykjavík,
5. júní 1963.
foreldrar: Ingólfur Ólafsson og
Erla Bjarnadóttir.
maki: Inga Þórisdóttir.
Börn: Yngvi Gunnar, 23 ára, Erla
Katrín, 13 ára, Jóhann Ingi, 11
ára, og Baldur Hrafn, eins árs.
menntun: rekstrarfræðingur frá
Samvinnuháskólanum á Bifröst
1991 og MS í viðskiptafræðum
frá Viðskiptaháskólanum í
árósum í danmörku 1997.