Gripla - 20.12.2013, Page 91
91
ÞORGEIR SIGURÐSSON,
GUÐVARÐUR MÁR GUNNLAUGSSON
OG HAUKUR ÞORGEIRSSON
OFAN Í SORTANN
Egils saga í Möðruvallabók1
1. Inngangur
Árið 2001 gaf Árnanefnd í Kaupmannahöfn út A-gerð Egils sögu sem lengi
hafði verið í undirbúningi.2 Á titilsíðu er sagan sögð gefin út af Bjarna
Einarssyni eftir forvinnu Jóns Helgasonar en þeir voru báðir látnir þegar
bókin kom út.3 Endanlegur frágangur útgáfunnar hvíldi því á herðum
Michaels Chesnutts. Jón Helgason lagði fram hugmyndir á sjötta áratug
20. aldar um hvernig mætti haga útgáfu sögunnar, en hann vildi að hver
hinna þriggja gerða hennar yrði gefin út fyrir sig.4 Gerðirnar þrjár eru kall-
aðar A, B og C, og er Möðruvallabók (AM 132 fol.) aðalhandrit A-gerðar,
en til eru nokkur eftirrit af henni. Andrea van Arkel–de Leeuw van
Weenen gaf Möðruvallabók út í staftáknréttri útgáfu árið 19875 og eru
þetta vönduðustu útgáfur á A-gerð Egils sögu sem nú eru fáanlegar ásamt
lesútgáfu Bjarna frá árinu 2003.6
Möðruvallabók er að mörgu leyti vel varðveitt handrit en þó vantar
í Egils sögu tvö blöð og a.m.k. 5 blaðsíður eru illlæsilegar og jafnvel
ólæsilegar, auk síðunnar þar sem Arinbjarnarkviða er skrifuð (bl. 99v). Í
1 Við þökkum Hersteini Brynjólfssyni og kristjáni Árnasyni góð ráð. Þorgeir tók innrauðar
myndir sem birtast í greininni. Hann er aðalhöfundur greinarinnar en Guðvarður og Hauk-
ur meðhöfundar.
2 Egils saga Skallagrímssonar, 3 b., 1. b., A-redaktionen, útg. Bjarni einarsson, editiones
Arnamagnæanæ, röð A, 19.–21. b. (kaupmannahöfn: Reitzel, 2001–2006).
3 Bjarni lést 6. október árið 2000 en jón 19. janúar árið 1986.
4 Egils saga: A–redaktionen, viii.
5 Möðruvallabók: AM 132 fol., 2 b., útg. Andrea van Arkel–de Leeuw van Weenen (Leiden:
e. j. Brill, 1987), 2.b., Text.
6 Egils saga, útg. Bjarni einarsson (London: Viking society for northern Research, 2003).
Gripla XXIV (2013): 91–120.