Gripla - 20.12.2013, Blaðsíða 121
121
MARGRÉt eGGeRtsdóttIR
oG VetuRLIÐ I G. ó skARsson
„BetRA eR AÐ GjÖRA sÉR
HjÁLPVÆnLeGAR
en HRyGGVAR InnByRLInGAR“
úr bréfum jóns ólafssonar (1705–1779)
og eggerts ólafssonar (1726–1768) á árunum 1760–68
1. Bréf í handritum og fyrri útgáfa
JÓn ÓlaFsson úr Grunnavík og eggert ólafsson skipa ólíkan sess í
sögu og vitund þjóðarinnar. eggert er skáldið, endurreisnarmaðurinn og
hetjan sem fórst á voveiflegan hátt; jón úr Grunnavík sérkennilegur grúsk-
ari og furðufugl. stórskáldin jónas Hallgrímsson og Halldór Laxness hafa
skapað ímynd þeirra hvors um sig. jónas setti eggert á stall sem fyrirmynd
og átrúnaðargoð eins og best kemur fram í kvæði hans, Hulduljóðum.1
Halldór Laxness gerði jón að persónu í skáldsögu sinni, Íslandsklukkunni,
þar sem hann dregur upp fremur spaugilega mynd af honum.2 ekki er víst
að margir geri sér ljóst að á milli þeirra tveggja var vinátta og gagnkvæm
virðing sem staðfest er af bréfum sem fóru á milli þeirra á árunum 1760–68
eða þar til eggert lést. Megnið af bréfum þeirra eggerts og jóns er birt hér
á eftir.
í bréfabók jóns, AM 996 4to, eru varðveitt nokkur bréf eða réttara sagt
bréfsuppköst frá honum til eggerts. Þau eru skrifuð á árunum 1760–1764
og 1768.3 Bréfabókin er í fjórum bindum og er varðveitt í stofnun Árna
Magnússonar í íslenskum fræðum. sex þessara bréfa eru prentuð hér á
eftir. elsta bréfið er frá 20. maí 1760 (AM 996 4to I, bl. 226v), annað frá
1 Ritverk Jónasar Hallgrímssonar, 4 b., útg. Haukur Hannesson et al., 1. b., Ljóð og laust mál
(Reykjavík: svart á hvítu, 1989), 116–23.
2 sjá Halldór kiljan Laxness, Íslandsklukkan, 3. útg. (Reykjavík: Helgafell, 1969), 119ff, 343,
344, passim.
3 jón Helgason, Jón Ólafsson frá Grunnavík, safn fræðafjelagsins um ísland og íslendinga,
5. b. (kaupmannahöfn: Hið íslenska fræðafélag, 1926), 325.
Gripla XXIV (2013): 121–171.