Gripla - 20.12.2013, Side 122
GRIPLA122
því réttu ári síðar, 7. maí 1761 (AM 996 4to II, bl. 233v), hið þriðja frá 8.
til 10. maí 1762 (AM 996 4to II, bl. 276v–279r), fjórða bréfið frá 10. maí
1763 (AM 996 4to II, bl. 329r–331v), hið fimmta frá 17. maí 1764 (AM 996
4to II, bl. 368r–371v) og sjötta bréfið frá 18. maí 1768 (AM 996 4to III, bl.
511r–513r). Bréf frá jóni til eggerts er einnig í AM 974 4to en í því handriti
er uppkast að latneskri þýðingu jóns á Snorra-Eddu. jón bar undir eggert
ýmis álitamál varðandi frágang þýðingar sinnar og vildi m.a. prýða hana
með myndum sem hann vonaðist til að eggert mundi gera.4 enn fremur
eru til minnismiðar um væntanlegar bréfaskriftir til eggerts í AM 998 4to,
bl. 22r o. áfr. og bl. 68r–69r.
Bréf eggerts ólafssonar til jóns frá árunum 1760–67 eru varðveitt í
js 472 4to en prentuð í Andvara 1 (1874): 172–93, m.a. bréf frá 1762 þar
sem eggert getur þess að jón hafi gefið honum skrá um rit sín; sú skrá er
glötuð en frumskrá jóns er í AM 990 4to;5 og bréf dags. 14. sept. 1763 þar
sem eggert getur um orþografíureglur sínar eða réttritabók.6 Þá eru til bréf
í AM 429 fol., bls. 221, ásamt uppskrift í Lbs. 817 4to og 1220 4to, þessi
síðustu varðandi snorra-eddu-þýðingu jóns. Bréf eggerts til jóns eins og
þau voru prentuð í Andvara eru nú aðgengileg á timarit.is, stafrænum vef
Landsbókasafns íslands – Háskólabókasafns, og eru þau endurútgefin hér
en stafsetning færð til nútíma horfs. skýringar neðanmáls við bréf eggerts
eru einnig birtar óbreyttar eins og þær eru í Andvara.7 Bréfum jóns til
eggerts og eggerts til jóns er hér raðað í tímaröð og skiptast því á frum-
útgefin bréf jóns og endurprentun bréfa eggerts.
2. samband jóns og eggerts
jón ólafsson fæddist árið 1705 í Grunnavík í jökulfjörðum. foreldrar hans
voru séra ólafur jónsson og Þórunn Pálsdóttir. faðir hans dó í stórubólu
árið 1707 og fimm árum seinna var jóni komið í fóstur hjá Páli lögmanni
Vídalín í Víðidalstungu. Þar ólst hann upp. Bróðir jóns, erlendur, ólst
4 jón Helgason, Jón Ólafsson frá Grunnavík, 294.
5 Vilhjálmur Þ. Gíslason, Eggert Ólafsson, Íslensk endurreisn, 2. b. (Reykjavík: Bókaverslun
Þorsteins Gíslasonar, 1926), 162.
6 sbr. Vilhjálmur Þ. Gíslason, Eggert Ólafsson, 162.
7 „nokkur bréf eggerts ólafssonar 1760–1767,“ Andvari 1 (1874): 172–93. útgefanda er ekki
getið en í ritnefnd Andvara voru þeir Björn jónsson, Björn Magnússon ólsen, eiríkur
jónsson, jón sigurðsson og sigurður L. jónasson.