Gripla - 20.12.2013, Side 123
123
upp hjá bróður Páls lögmanns, jóni biskupi Vídalín, og varð sýslumaður í
ísafjarðarsýslu. jón menntaðist heima hjá Páli lögmanni sem síðan kostaði
skólagöngu hans í Hólaskóla árin 1720–22.
Að loknu námi vann jón fyrir lögmanninn, m.a. sem skrifari hans.
Haustið 1726 sigldi jón til kaupmannahafnar og gekk í þjónustu Árna
Magnússonar og var einn nánasti samstarfsmaður hans uns Árni lést í
janúar 1730. eftir það stundaði jón ýmis ritstörf, vann við uppskriftir og
las prófarkir og frá 1732 var hann styrkþegi sjóðsins sem stofnaður var eftir
Árna Magnússon.
jón bjó í kaupmannahöfn til 1743, fyrir utan sumarið 1735 sem hann
varði á íslandi og veturinn eftir, en þá dvaldist hann í noregi. Hann stund-
aði nám í guðfræði við Hafnarháskóla og tók embættispróf þaðan 1731.
fyrsta tilraun hans til að fá embætti á íslandi gekk ekki eftir og ekki fékk
hann heldur starf þegar hann dvaldist hér á landi 1735. eftir það mun áhugi
hans hafa dofnað. Hann vann áfram fyrir Árnanefnd en sumarið 1743 sagði
hann upp starfi sínu og hélt til íslands. Þar bjó hann næstu átta árin, til
1751, en sneri þá til baka til kaupmannahafnar. jón bjó í danmörku til
æviloka. Hann kom aldrei aftur til íslands og fór varla út fyrir borgarmúra
kaupmannahafnar þau 28 ár sem hann átti ólifuð.
jón ólafsson var iðinn fræðimaður og skrifaði gríðarmargt á langri
starfsævi, þúsundir blaðsíðna þegar allt er talið, fyrst og fremst um íslenskar
bókmenntir og íslenska tungu en einnig um náttúruvísindi, persónusögu
og margt annað. Mesta verk jóns er handrit að íslensk-latneskri orðabók
(AM 433 1 fol.), næstum 6000 blaðsíður í níu bindum (síðar skipt í 15
bækur), sem segir meira en mörg orð um feikilega atorku hans. einungis
lítill hluti rita jóns hefur hingað til komist á prent, ef til vill um 40 verk,
flest smá. Hann var mistækur og margt af því sem hann setti saman á síðari
hluta ævi sinnar er ekki hæft til útgáfu, að minnsta kosti ekki í heild sinni.
Þá var hann ekki heill heilsu og skrifaði margt sem ekki hefði í sér neinn
tilgang að gefa út, og þar að auki breytti hann mörgu og umskrifaði í eldri
verkum sínum allt fram til dauðadags, margt af því til verri vegar.
eggert ólafsson fæddist sama ár og jón ólafsson fór til Hafnar. Hann
útskrifaðist úr skálholtsskóla 1746 og fór til kaupmannahafnar til náms þá
um haustið. eggert varð baccalaureus í heimspeki 1748, lagði einkum stund
á náttúruvísindi en var ella mjög vel að sér og fjölhliða og skáld. Hann varð
styrkþegi Árnasjóðs og á vegum sjóðsins fóru þeir Bjarni Pálsson, síðar
„BetRA eR AÐ GjÖRA sÉR HjÁLPVÆnLeGAR . . .“