Gripla - 20.12.2013, Qupperneq 124
GRIPLA124
landlæknir, í sinn fyrsta rannsóknarleiðangur til íslands árið 1750. Ári síðar
ákvað danska vísindafélagið að kosta annan og meiri leiðangur þeirra félaga
og ferðuðust þeir um ísland 1752–57. Afrakstur ferðanna kom út 1772,
Ferðabók Eggerts og Bjarna, sem svo er nefnd.8 eggert var í Höfn 1757–60,
fór þá heim og dvaldist í sauðlauksdal til 1764 og var enn í Höfn 1764 til
1766. eggert hefur því farið heim til íslands haustið áður en jón skrifar hið
fyrsta af eftirfarandi bréfum til hans. eggert varð varalögmaður sunnan og
austan í apríl 1767 og kvæntist sama haust Ingibjörgu Guðmundsdóttur.
jón getur bræðra eggerts í bréfunum, jóns svefneyings, sem fæddur
var 1731 (var í Höfn frá 1753 og alla ævi, d. 1811), Magnúsar, f. 1728, var í
Höfn frá 1754, og jóns yngra, f. um 1738, kom til Hafnar 1758, dó 1775.
jón segir í bréfi til eggerts í maí 1761: „yðar æruríku bræður […] Þeirra
herbergi er skammt frá mér, og kem eg því til þeirra þess á milli og mæti
ei nema góðu einu af þeim. Þó álasa eg þar fyrir eigi löndum vorum, síst
sem eg finn að aumkast yfir efnalítið tilstand mitt í aðsígandi aldurdómi.
Guð launi þeim öllu góðu!“9 Þeir virðast allir hafa reynst jóni vel, og einnig
eggert bróðir þeirra og Bjarni Pálsson sem einnig kemur aðeins við sögu,
og getur jón Helgason þess sérstaklega í riti sínu um jón ólafsson10 að
eggert, jón svefneyingur og Bjarni Pálsson hafi verið góðir vinir jóns
ólafssonar. í fréttasyrpu jóns, þar sem hann getur drukknunar eggerts
ólafssonar, kallar hann atvikið „það grátlega lát þess góða manns eggerts
lögmanns“.11 eggert var svo góður jóni og vinveittur að hann útvegaði
honum konungsbréf 1760 til þess að hann gæti ánafnað Ragnhildi dóttur
sinni jörðina syðri-stapa, en Ragnhildur var fædd utan hjónabands og
þurfti jón því sérstakt leyfi til þess og hafði ámálgað það við erlend bróður
sinn sem svaraði því engu.12
eggert var áhugasamur um margt hið sama og jón ólafsson og má
hér rekja nokkur dæmi þess. eggert kynnti sig á námsárum sínum sem
8 Vice-Lavmand Eggert Olafsens og Land-Physici Biarne Povelsens Reise igiennem Island,
foranstaltet af Videnskabernes Sælskab i Kiøbenhavn, og beskreven af forbemeldte Eggert
Olafsen, 2 b. sorøe, 1772. (íslensk þýðing eftir steindór steindórsson: Ferðabók Eggerts
Ólafssonar og Bjarna Pálssonar um ferðir þeirra á Íslandi árin 1752–1757, 2 b. [Reykjavík:
ísafoldarprentsmiðja, 1943].)
9 AM 996 4to II, bl. 233v, sjá bls. 166–67.
10 jón Helgason, Jón Ólafsson frá Grunnavík, 255.
11 sama rit, 255 (AM 995 4to).
12 sama rit, 256.