Gripla - 20.12.2013, Page 126
GRIPLA126
bók-nám brást al-himins
(bauð léttir við þetta
Páli) mold hveim und hylur
hand sax-versku landi.
Johannes Olavius (Brachy-colpius)20
Æ! hvað lífsins völt er von
virða í þessum heimi!
Páll er í burtu Bjarna son:
blessan Guðs hann geymi!
Hyggi virðar hér til sanns,
hvernin það til gengur;
dóttur-son hins mikla manns21
mátti ei lifa lengur.
og það líka einnin hér
at-huga nokkuð bæri,
þá Guð landi lið-semd tér
lifir hans verkafæri.
jón eignaðist árið 1756 handrit með kvæðum eggerts (thott 486 8vo, upp-
skr. í Lbs. 853 4to), sem eggert hafði gefið erlendi bróður jóns árið 1755, og
hélt jón áfram að safna í það kvæðum eggerts.22 Hér má líka geta kvæðis
eggerts um sótt og dauða íslenskunnar sem varðveitt er m.a. í Lbs. 853 4to,
bls. 2–23,23 en á eftir því í sama handriti (bls. 24–29) er kvæði eftir jón, að
20 í fyrirsögn fyrir ævisögu Árna Magnússonar sem jón samdi um 1768 og er varðveitt
fremst í AM 437 fol. nefnir hann sig: joHAnneM oLAVIuM, (Brachy-colpium,
Is-landum) og í ritverkaskrá sinni sem hann samdi um líkt leyti og varðveitt er í sama
handriti (bl. 85v) segist hann nefna sig Brachycolpium til aðgreiningar frá jóni ólafssyni úr
svefneyjum eða „de svefneyis (seu Hypnesium)“. sbr. neðanmálsgrein 142 (úr Andvara).
Á spássíu ævisögunnar hefur jón skrifað á latínu: Herra eggert ólafsson yfirlesi, rannsaki
endurskoði, leiðrétti og útleggi.
21 skýring jóns neðanmáls: „scil. Paals lógmanns“.
22 Vilhjálmur Þ. Gíslason, Eggert Ólafsson, 174.
23 sjá jón ólafsson úr Grunnavík, „Animadversiones aliquot & paulo fusior præsentis materiæ
explanatio. Hugleiðingar um sótt og dauða íslenskunnar,“ útg. Gunnlaugur Ingólfsson et
al., Gripla 10 (1998): 137–54.