Gripla - 20.12.2013, Qupperneq 128
GRIPLA128
orðið til þess öðrum fremur, að benda á ný atriði í þessum efnum og
höfuðrit þeirra29 um þau mega jafnframt heita höfuðrit tímabilsins,
hvort á sínu sviði. samúð eggerts og skilningur á störfum annarra í
þessum efnum sjest m.a. í brjefum hans til jóns Grunnvíkings.30
3. efni bréfanna
um bréf þau sem hér eru prentuð og birt er þetta að segja: jón hefur víða
bætt ýmsu við á spássíu, eins og hans er vandi, og er margt af því á skjön
við annað efni bréfanna. fróðlegt hefði verið að vita hvort raunveruleg
lokagerð bréfanna hafði þessar viðbætur en ósennilegt er að nokkurt þeirra
hafi varðveist. stundum gleymir jón sér og fer um víðan völl í óskyldum
hugleiðingum; í bréfinu frá 1764 er t.d. heil blaðsíða með skýringum í anda
samdráttarkenninga jóns um nafnið Eggert,31 en slíkt átti jón til að gera á
efri árum, sendi þá kunningjum sínum útskýringar á nöfnum þeirra „enda
var högum hans þá svo komið, að honum voru ekki aðrir hlutir handbærari
til vingjafa,“ eins og jón Helgason kemst að orði.32
Bréfin einkennast mjög af því að eggert skrifar fullur bjartsýni á fram-
tíðina frá íslandi en jón virðist líta svo á að hann sé á grafarbakkanum og
sér ekkert nema eymd og volæði í kaupmannahöfn.33 Vonarstjarnan helsta
er þó eggert og framtíð hans og lands og þjóðar.
Það sem einkum ber á góma í bréfunum er almenn líðan og lífskjör,
munur á því að búa á íslandi og í kaupmannahöfn, ritstörf hvors um
sig, kveðskapur þeirra — ýmsar fréttir af vinum og kunningjum, einnig
fjandvinum, svo og fréttir af gangi mála um víða veröld. eggert greinir
frá brúðkaupum, málaferlum og dauðsföllum á íslandi; jón nefnir dýrtíð í
kaupmannahöfn, óhóf í klæðaburði, kómedíur og annað „franskt narrarí“
29 Hér á Vilhjálmur við rit eggerts um stafsetningu og sennilega orðsafn jóns bróður hans,
sem varðveitt er í handritinu Rask 16. orðabók eftir jón svefneying var í prentun 1807 en
brann.
30 Vilhjálmur Þ. Gíslason, Eggert Ólafsson, 172–73.
31 um það hafði jón skrifað eggerti áður, sbr. svar eggerts í bréfi 14. sept. 1763.
32 jón Helgason, Jón Ólafsson frá Grunnavík, 132.
33 Þess má geta að eggert orti kvæðið „Hafnarsæla“ þar sem hann lýsir dásemdum kaup-
manna hafnar borgar (sbr. svanhildur óskarsdóttir, „Hafnarsæla,“ í Margarítur hristar Mar-
gréti Eggertsdóttur fimmtugri 25. nóvember 2010, ritstj. Guðvarður Már Gunnlaugsson et al.
(Reykjavík: Menningar- og minningarsjóður Mette Magnussen, 2010), 84–86). kvæðið
var prentað í fyrstu útgáfu kvæða eggerts 1832.