Gripla - 20.12.2013, Page 130
GRIPLA130
þéttri súð“.39 Hann lýsir matjurtagarði hjónanna í sauðlauksdal: „Hér eru
maturtir yfirfljótanlegar: grænt, hvítt, rautt, snið-savoy-kál, og kaal-raven
yfir og undir jörðu, sinnep, spínat, salat, laukar, péturselja etc., næpur,
hvítar rófur og rediker. Hér að auk akurgerði með jarðeplum í, hvar af
mjöl er gjört til brauðs og grauta. eg hefi og þar af hárpúður, í stað þess
útlenska“.40 einnig nefnir hann sjófisk og rjúpnaveiðar. Hann segist aldrei
hafa lifað náðugra og óskar þess þannig allan sinn aldur njóta mega „ef guð
ann voru föðurlandi nokkurrar endurnýjunar.“ Hann hvetur jón til að lesa
þessi orð aftur og aftur: „Lesið nú þessa klausu aftur og aftur, nær yður
verður þungt í skapi, eður þá þér hugsið til íslands, því betra er að gjöra sér
hjálpvænlegar en hryggvar innbyrlingar. stutt gaman og skemmtilegt, segir
máltækið, svo fer fyrir mér.“41
jón hefur í fyrstu vissar efasemdir um þá ákvörðun eggerts að flytja til
íslands en telur eggert þó mun betur settan á íslandi en hann sjálfan í höf-
uðborginni — eða í hrossaskellu glaumnum eins og hann kallar það — og
dáist mjög að ræktunartilraunum hans og segir: „furðu mikið þykir mér
þér hafa getað komið til leiðar um ýmsar plantanir og er slíkt ein hin hrein-
legasta og gagnlegasta skemmtan. nokkrum sinnum hefi eg lesið bréf yðar
upp aftur mér til skemmtunar og ei síst vegna þessa pósts“.42 Áhugavert er
að hér kemur fram hjá jóni að hann hafi dreymt um verðugan eftirmann
eða sporgöngumann, successorem, og hafi helst séð þann mann í eggerti.
Hann segir að lífið sé orðið honum leitt og hann telji starf sitt allt hafa verið
unnið fyrir gýg nema hann fái „þann successorem, til viðtöku, er vit og vilja
hefði með að fara; til hvers eg hefi löngum kosið yður einan sem vitið. en
eg finn hvað mér líður að líkast er eg, að eg muni fá ár draga yfir höfuð“.43
í bréfunum víkur jón að þýðingu sinni og í raun útgáfu á Snorra-Eddu
sem var vandasamt verk sem hann lagði mikinn metnað í og var sannarlega
þrekvirki.44 fram kemur hve mikla alúð hann lagði í þetta verkefni. Hér
koma einnig fram áhyggjur hans af því að ævistarf hans verði engum að
gagni og einskis metið. Hann gerir sér fulla grein fyrir eigin tilhneigingu
39 sbr. bls. 169–70.
40 sbr. bls. 170.
41 sbr. bls. 171.
42 AM 996 4to II, bl. 278r, sbr. bls. 175.
43 AM 996 4to II, bl. 278v, sbr. bls. 175.
44 jón Helgason, Jón Ólafsson frá Grunnavík, 291–97; sverrir tómasson, „tilraun til útgáfu.
snorra edda jóns ólafssonar úr Grunnavík,“ [væntanleg 2013].