Gripla - 20.12.2013, Qupperneq 132
GRIPLA132
„óviðkomandi antiqvitætum“, t.d. matreiðslukver á dönsku. Hann nefnir
þýðingu sína á níelsi klim eftir Holberg sem samin var á latínu 1741 en
jón þýddi nokkrum árum síðar úr þýsku.51 Hér nefnir jón einnig rit það
sem hann hefur orðið frægur fyrir að endemum, Contractismus, sem hann
sjálfur taldi eitt merkasta framlag sitt til fræðanna. Ritið byggist á þeirri
hugmynd hans „að flest hin styttri orð í íslenzku hefði fyr verið samsett en
dregizt saman. [...] tók jón að safna skýringum sínum eftir þessari meg-
inreglu í sjerstaka syrpu, svonefndan Contractismus“.52 í lokin kvartar
hann enn um sinnuleysi landa sinna. eggert svarar sama ár, 14. septem-
ber,53 og segir: „Að þér lifið enn, og haldist við það sama heilsufar, þótt ei
sé fullleg alheilsa, þá gleðst eg samt, að ei er þyngri en var, og óska gjarnan
að betri mætti verða að guðs vilja, bæði heilsufarið og önnur vellíðan. eg
veit það glöggt, hvílík ævin yðar er, eg sá það á sjálfum mér nokkuð, en þó
fleira á öðrum, sumt í spegli, sumt í ráðgátu.“54 Lýsing hans á íslandi er
þessi: „Árferðið er hér á landi það allra besta til lands og sjóar […] Veturinn
var hinn allra-besti […] Allir íslendingar hafa nú full hús matar. Guð gefi
þeim vel með að fara!“55 Hann óskar jóni þess að Guð gefi honum huggun
og hjálp í hans útlendingsskap og allra helst að hann megi „fá ánægju með
ellinni“.56
jón skrifar eggerti 17. maí 1764. Þar kemur m.a. fram að jón hafi setið
fjóra daga í varðhaldi og soltið57 en ekki er ljóst hverjar sakirnar voru.
„Hann [eggert] kom til kh. haustið næsta eftir“ stendur ofan bréfsins.58
eggert svarar 1. september 1767. Þakkar fréttirnar sem jón sendi. segir svo:
„Héðan af landi er fátt gott í frétta nafni. Það sem eg veit yður er kært að
heyra: mín og minna vellíðan, og heilsan í skárra lagi, fyrir hvað allt einum
guði þakka ber“.59 Hann segir þó m.a. fréttir af frönsku stríðsskipi sem kom
á Patreksfjörð; „offiserar, flestir ungir aðalsmenn, hæverskt og vel siðað
51 jón Helgason, Jón Ólafsson frá Grunnavík, 242–45.
52 sama rit, 311.
53 Þar kemur fram að jón hafi sent honum bréf 10. júní (á að vera maí) 1763.
54 sbr. bls. 186. Hér vitnar eggert í Pál postula: „nú sjáum vér svo sem í skuggsjá, í ráðgátu, en
þá munum vér sjá augliti til auglitis. nú er þekking mín í molum en þá mun ég gjörþekkja
eins og ég er sjálfur gjörþekktur orðinn.“ (I. kor. 13,12).
55 sbr. bls 186.
56 sbr. bls. 188.
57 sbr. jón Helgason, Jón Ólafsson frá Grunnavík, 250.
58 AM 996 4to II, bl. 368r.
59 sbr. bls. 191.