Gripla - 20.12.2013, Page 136
GRIPLA136
eldrar mínir ogsvo eru. Verður mér þar hús byggt, kakalónn, hýsing og
aðrar hægðir, einasta mig vantar skrifarann, sem mér líki við, svo eg er að
því leyti öðrum megin handarlama. Vel uni eg mér á íslandi, og ei í nokkur
ár betur en nú, en hvað orma baninn69 gjörir við mig, veit eg eigi; hitt syrgi
eg ei, þó ei sé nálægur löndum mínum í Höfn næstkomandi vetur. nú skal
ekki angra yður með neinum leiðstöfum, né heldur mæða með bráðleiks
fýsn, heldur befala yður almáttugum guði til trausts og halds inn í eilíft
líf.
Það segir sá, sem þér þekkið í sumum greinum
eggert ólafsson.
Hjarðarholti í Borgarfirði d. 10. septembr. 1760.
2. Bréf Jóns Ólafssonar til Eggerts Ólafssonar 7. maí 1761
AM 996 4to II, bl. 233v:
Monsieur eggert ólafssyni70
Ærugöfugi og að ætterni so vel sem atgjörvi ypparlegi og atkvæðamikli
góði vin, monsieur eggert ólafsson!
Það ætti að vera skylda mín, að vanda yður þær verðugar kveðjur með
consideration, framar flestum er eg nú tilskrifa, þær sem yður sæma og
væri réttilega boðlegar. Hugur minn er að vísu fús til þess, en vankunn-
átta annarra erinda avocamenta71, sem distrahera mig um þetta leyti, valda,
að það eigi tekst sem yður sæmir og vera ætti.72 samt eiga línur þessar að
bera yður alúðarþakkir fyrir tilsent bréf frá Hjarðarholti í Borgarfirði73
þann 10. september næstliðna, sem vottar yðar velvild til mín, er af
initiis tenuioribus74 tók til að aukast, en yðar æruríku bræður merkilega
framhalda. Þeirra herbergi er skammt frá mér, og kem eg því til þeirra þess
69 orma baninn, þ.e. veturinn.
70 Á spássíu: „burt og afhent / afhendist bróður hans monsieur jóni“.
71 Þ.e. truflunar, ónæðis.
72 Á spássíu: „Líka ætti, ef list ei brysti / bréfið að vandast bragar málum / því skáld eins þarf
er skýrast veit eg / letrið þetta leita hyggur.“
73 Þar var Þorgrímur sigurðsson sýslumaður, móðurbróðir eggerts.
74 Þ.e. veiku upphafi.