Gripla - 20.12.2013, Side 137
137
á milli og mæti ei nema góðu einu af þeim. Þó álasa eg þar fyrir eigi löndum
vorum, síst sem eg finn að aumkast yfir efnalítið tilstand mitt í aðsígandi ald-
urdómi. Guð launi þeim öllu góðu! Því meir sem eg hefi þenkt fram í yðar
heimferðarfyrirtæki til íslands, skilst mér það skynsamlegar ýmsra orsaka
vegna.75 Mér gast vel að vetrarvist yðar hjá náungunum í sauðlauksdal með
aðbúnaði þeim er ávíkið og sjálfur hafið til orkað, en þykist eg fyrir víst vita
að yður vanti hentugan skrifara og orkan þess þolinmæðis meðan þér lagið
yður einhvern til. eg þykist geta því nær, og sjá þær orsakir, að þér unið yður
þar eigi síður en fyrri í þessari kaupenhafnarfullsælu, er óreyndir menn
hyggja þar í landi. – eg tek til þess aftur.76
2. Bréf til hins sama [Jóns Ólafssonar], skrifað frá sauðlauksdal 7. sept-
embr. 1761. [Afskrift jóns í fyrrgreindu handriti, Additam. nr. 25 í 4to].
Minn kæri kunnmaður og fornmennsku vinur,
Mr. jón ólafsson gamli.77
nú er tíminn seinasti, þó naumur sé, að svara yðar góða bréfi, en læt yður
fyrirfram vita, að mér og mínum líður vel, lof sé guði! Mér er gleði að vita
það þér lifið enn, en ei bjarglegar en áður, og vonum guð gefi góðan enda.
Þar þér nefnið um gjöf til dóttur yðar, þá þurfið ei þér að þakka svo oft
það lítið liðsinni, sem ei kostaði nema nokkur spor. nú er í alþingisbókina
innfærð staðfesting þeirrar yðar gjafar.78 Þar þér nefnið um yðar margföldu
acta, þá óska eg hins sama og þér, sem gáfuð mér uppá þau lista að skilnaði,
og kynni eg nokkuð í því gott gjöra, skyldi það ei vanta, en tíðin gefur það
að vita. Þér óskið, mig reki bráðum þar að landi, sem þér eruð fyrir; það
verður máske innan skamms, þó mér sé miður um gefið, hvar á eg mun
betur drepa síðar í bréfinu.
yðar fréttasafn, sem mér tilsenduð, þakksamlega meðtakandi, svara
eg fáu þar um, er svars krefði, þessu: ófriðurinn þar ytra, með englum,
75 Vísað áfram í framhald á neðri spássíu: „eg meðkynni veikleika skilnings míns, að mér virð-
ist nokkuð kátlegt fyrirtæki yðar að víkja til vors örmu en þó í sumu præ Hafnia nýtanlegrar
fósturjarðar, þar þér að undanförnum reyndum meritis sýndust efnilegur til að geta komið
yður fyrir til betri framburðar og eflingar. en eftir það eg hefi yfirvegað það með sjálfum
mér sýnist mér það mjög so prudanter gjört […].“
76 Hér lýkur bréfsuppkastinu.
77 jón bætir við: „elstur alnafna sinna, hinna latínulærðu“.
78 Alþingisbók 1760, nr. 37.
„BetRA eR AÐ GjÖRA sÉR HjÁLPVÆnLeGAR . . .“