Gripla - 20.12.2013, Side 138
GRIPLA138
frökkum og þjóðverskum mönnum, truflar mig ekki; nulla meo curru
etc. Þar þér segið undarlegt, að enginn hafi yrkt til fagnaðarhátíðarinnar í
fyrra, nema síra egill, þá ætla eg hann muni ei sá einasti, þó ei fljóti nema
hans dvergafar ofaná, hinum kann upp að skjóta síðan; það eru máske
steinnökkvar.
ei hefi eg séð Hastfers skrif um sauðatímgan. Guð verndi vorn góða kóng
frá slysum, og snúi öllu hans æði sér til dýrðar og þóknunar, en mönn-
unum til gagns. nú verð eg að launa yður fáu fréttirnar: fyrirmenn hafa
dáið, sem nú minnist: síra sigurður í Holti vestur; hans successor síra
jón eggertsson frá skarði. katrín á staðarfelli, sem keypt hefir Bogi í
Hrappsey, og þangað komin. síra jón á Mælifelli norður (góður mann)
datt af baki hjá Héraðsvötnum, dauður upp tekinn. síra Halldór Högnason
á Meðallandi, dó og af hestbyltu. jórunn á Hlíðarenda sálaðist snemma í
sumar. ei man eg fleiri.
Vetur hefir verið hér harður mjög, með frostum og snjóvum, lagðist
snemma að, í miðjum oktobri, og hélt lengi við; en þar að auki hefir vorið
og sumarið verið yfirmáta kalt, þó grasvöxtur ei mjög lítill, og sumstaðar
nær meðallagi, víðast nýting góð. Þorskafli víðast harðla lítill, nema í
Vestmannaeyjum. Þar gott, minnst um suðurnes.
Bærilegt ár fyrir norðan, gott í trékyllisvík, hákarlsafli góður, sæmilegt
meðalár til lands og sjóar í Barðastrandar- og ísafjarðarsýslum, þó allra
mest á þessum kjálka. steinbítsafli góður. Grasár í meðallagi og nýting
besta. draugar hafa hér vestra gengið á báðar hendur (að sögn), nefnilega
á Barðaströnd og við tálknafjörð, en mest í selárdal, svo undrum gegndu
sögurnar, oftast óskýrar. eg neyddist um síðir að hlutast þar lítið til
philosophice og physice, og hjálpaði það sæmilega. ei koma slíkir andar
hér á bæ. Af málaferlum manna er ei mikið að segja, og flest ómerkilegt.
Bjarni Halldórsson hefir nú appellerað frá yfirrétti, og vill til hæstaréttar
(fóthrumur mjög orðinn). í stóla-commissioninni verður lítið ágengt. ei
gengur bróður yðar rétt greiðlega morðsmálin tvö, í ísafjarðarsýslu upp
komin, og dæmd til lífleysis á efra lögþingi, nefnilega ívars barns við stjúp-
móður sinni, og Bjarna kolbeinssonar, er nú fyrir 19 árum rotaði til dauðs
frillu sína í Rekavík á ströndum. jósep meðvitari er bevísaður samþykkur,
sem hana gróf, dæmdur á Brimarhólm nokkra hríð. klingenbergs orðamál
við amtmann munu þér heyra; hann dæmdur í héraði og á alþingi í 50 rd.