Gripla - 20.12.2013, Síða 139
139
mulkt,79 og nokkru betur, líka fjölmælismaður, appellerar og vill komi fyrir
Hæstarétt. í Reykjavík er nú allt með kyrrðum, nema hvað heyrast smiðs-
höggin frá Arnarhóli, hvar tugthús af torfi og grjóti er í byggingu, og 8
einir skulu þangað komnir, sem hjálpa til að gjöra stofu sjálfum sér. Allt er
það uppá ísl(ensku), eins ísl(enskir) tuktmeistarar. Competera80 það brauð:
oddur eiríksson, gamli skinnamakari, og Gizur bóndi (lögréttumaður) á
Arnarhóli. um hreppstjóramál við herra finn biskup munu þér heyra. Það
er nýtt, að hreppstjórar út af fátækra hýsing stefni biskupum vorum og
sæki til sekta, en það mál var forlíkað á Alþingi, hvernig, hefi eg ei skýrlega
heyrt, en biskupinn er enn ei kominn hingað, þó bráðum væntanlegur.
Af giftingum man eg ei margt, nema hvað sigurður sýslumaður frændi
minn ætlar að eiga Ástu, dóttur sigurðar heitins, er var í Holti. – um
brúðkaupið á Leirá og þess undirbúning er margt talað. flestir segja í haust
verði. Þó er enn ei tíminn, svo viti, ákveðinn. – Mr. Vigfús scheving81
er giftur Önnu, systur ólafs vicelögmanns. – Meina og sumir, það jón
vicelögmaður82 muni hyggja til mægða við svein lögmann, þar treglega veiti
á Giljá.83 – fleira man eg ekki þess háttar, nema eg er enn ei kominn í þess
háttar einstigi.
nú kem eg til að þakka yður fyrir yðar góða latínska kvæði: Beatus ille,
qui procul negotiis etc. en þar þér skulið carmine lofa það svo tranquillum
vitæ genus,84 þá læt eg yður vita, að síðan eg fór frá Höfn, missta eg alla
lyst til að yrkja, og ei hefi eg það síðan gjört hingað til, hvort sem alvara
verður af. í vissan máta er mér miklu léttara að fást ei við það, helst meðan
eg hefi margt annað að hugsa; en að veita yður lítið tillæti móti yðar góðum
orðum, þá vil eg nú svara yður með því, að segja yður stutt ávarp af lífi
mínu, yður til skemmtunar, og svo þér sjáið, að eg villtist ei í mínu tiltæki,
þá eg fór hingað.
eg hefi hér miklu betri heilsu en þar ytra, bestu rólegheit og náðir til
að stúdera, stofu nýja, vel byggða, út af fyrir mig, með kakalóni, bóka- og
79 Þ.e. sekt.
80 Þ.e. sækja um.
81 Vigfús scheving, sýslumaður í skagafjarðarsýslu, d. í Viðey 14. desember 1817.
82 jón ólafsson frá eyri í seyðisfirði d. 1778.
83 „Það tókst betur“ ritar jón ólafsson utanmáls. jón vicelögmaður átti Þorbjörgu, dóttur
Bjarna Halldórssonar sýslumanns í Húnavatnssýslu. Bjarni andaðist í janúar 1773, og var
Þorbjörg síðan um hríð á Giljá.
84 Þ.e. lofa í kvæði þá hina náðugu ævi.
„BetRA eR AÐ GjÖRA sÉR HjÁLPVÆnLeGAR . . .“