Gripla - 20.12.2013, Síða 140
GRIPLA140
klæðaskáp, og öðru hagræði, barometro, thermometro, úri, sólskífu, loft
uppyfir með þéttri súð; þar er sæng mín í öðrum enda, en í hinum borð
undir glugga. eg umgengst daglega mína öldruðu foreldra til sameiginlegs
yndis, og held dúk og disk hjá mági mínum og systur. Hann er prestur hér
og prófastur í sýslunni, jafnaldri minn og forn skólabróðir. Allir þessir
haga öllu mér til virðingar og þægðar. – Hvað diæta viðvíkur, hefi eg kost
sem utanlands, og betri, vissan til hvers vikudags, þar þau hjónin eru
svo lukkuleg, að samtengja það sem nytsamlegt og sparsamt er við þann
íslenska búskap. kallið er að sönnu mjög örðugt, ei ríkt, nefnil. uppá 38
rd.,85 og af sandi mjög af sér gengið, svo að fyrir fjórum árum var tekið þar
um þingsvitni, og ætluðu menn þá bærinn mundi strax eyðast. Þau voru
bæði fátæk, þá búa fóru, samt hefir guð blessað þau ríkuglega. Hér eru mat-
urtir yfirfljótanlegar: grænt, hvítt, rautt, snið-savoy-kál, og kaal-raven yfir
og undir jörðu, sinnep, spínat, salat, laukar, péturselja etc., næpur, hvítar
rófur og rediker. Hér að auk akurgerði með jarðeplum86 í, hvar af mjöl er
gjört til brauðs og grauta. eg hefi og þar af hárpúður, í stað þess útlenska.
Amuli-kál er hér inn sett allan veturinn og framan af sumri; áður en nýtt
kál vex, brúkast uppkomnar íslenskar jurtir, helst þrennslags, sem eins og
kálsaup tilbúnar eru. – Hey-jörð er hér í meðallagi, en rétt gott undirbú, og
nýr túngarður í byggingu, en búnir nær 360 faðmar. sjófiskur fæst hér alls-
lags til matar, og góður silungsafli er hér á veturna við túnið. Rjúpnaveiður
er á vetrum nægileg, eftir gömlum máta með snörum og togi. skelfiski og
öðrum minni háttar landgæðum sleppi eg, og nær eg nýt eins verðar af öllu
þessu, þá sjáið þér, að eg muni í því tilliti lifað geta. er mér það helst til
ánægju, að sjá upp á þessa eina og aðra aðburði, sem mörgum öðrum mis-
lukkast hafa, til að divertera mig inter studia, og hefi eg notið þess yndis, að
sjá hér græn lauf með plómutré, píl og espi-bræður (populos) í sumar, hvort
sem guð lætur þetta ungviði þola vetrarkuldann (að) vori. nú getið þér nær,
hvort menn kunni að lifa sæmilega á íslandi með vissu móti, og þessa alls
vænti eg sem hálfreyndur fyrrum, þá eg vildi úr Höfn. Má eg það játa, að
eg hefi aldrei lifað náðugra, svo eg vildi gjarnan í skúma-skoti þvílíks allan
minn aldur njóta mega, þar eg veit, að fleiri munu slíkt meina, ef guð ann
85 Þ.e. upp á hálft tíunda hundrað. eftir brauðamatinu frá 1870 er sauðlauks dalur talinn 400
dala brauð.
86 „jarðeplin uxu af sér sjálf á Hólum biskupsstól 1763. ut scripsit mihi d(omi)nus Rector
ein. Halfdani“ (eins og herra rektor einar Hálfdanarson – á að vera Hálfdan einarsson –
skrifaði mér) ritar jón ólafsson utanmáls.