Gripla - 20.12.2013, Page 141
141
voru föðurlandi nokkurrar endurnýjunar.87 Lesið nú þessa klausu aftur og
aftur, nær yður verður þungt í skapi, eður þá þér hugsið til íslands, því
betra er að gjöra sér hjálpvænlegar en hryggvar innbyrlingar. stutt gaman
og skemmtilegt, segir máltækið, svo fer fyrir mér. Greifi Holst(ein) og
aðrir herrar í lærða societ(etinu),88 sem leyfðu mér til íslands til að hressa
mig og bata heilsu mína, skrifa mér, að þenna vetur megi eg vera á íslandi,
en að sumri vilja þeir eg komi aftur til Hafnar. Hvað skal segja? eg hlýt að
láta þá ráða. Befölum drottni tíma! nú hefi eg um hríð við yður spjallað, og
óska yður hafi verið skemmtilegt; virðið vel, og verðið jafnan af mér guði
á hendur faldir til halds og trausts. Hann gefi yður jafnan gleði og ánægju,
og veri til enda lífsins allra yðar rauna bót! –
Þess óskar yðar trúmannlegs dygðaríkis
einlægur vin og þénari
eggert ólafsson.
sauðlauksdal d. 7da septembris 1761.
[utaná]:
Göfugum og mjög vellærðum manni
jóni ólafssyni (gamla)
Historiarum et Antiqvitatum Borealium
studiosissimo89 peritissimo Legati A. M. alumno
á kaupmannahöfn.
3. Bréf Jóns Ólafssonar til Eggerts Ólafssonar 10. maí 1762
AM 996 4to II, bl. 276v–279r:
Monsieur eggert ólafssyni
Göfugi og merkilegum gáfum og so vel sem lærdómi gæddi höfðingsmann
monsieur eggert ólafsson.
eg óska yður af alúð ákjósanlegustu heilla er sá æðsti gjafi alls hins besta
hér yður mest mun varða. eg kann yður allar góðar þakkir fyrir tilskrifið
alúðlegt og eiginlegt frá sauðlauksdal, næstl(iðinn) 7. september er eg
87 „consentio, approbo“ (því er eg samdóma, þar er eg með), ritar jón ólafsson utanmáls.
88 í Hinu danska vísindafélagi.
89 „lege: studioso“ (þ.e. les: studioso) ritar jón ólafsson utanmáls; – honum þykir hitt of
mikið hól, sem eggert hafði ritað, að kalla hann studiosissimus.
„BetRA eR AÐ GjÖRA sÉR HjÁLPVÆnLeGAR . . .“