Gripla - 20.12.2013, Page 144
GRIPLA144
heyrt getið morðsmála úr ísaf(jarðar) sýslu nema þess eina úr Aðalvíkinni
er til féll 1744, og erl(endur) hefur fyrst tekið próf í 1760. eg hefi séð þann
proces og munið þeir vorkenna mér þótt eg vildi ekkert þjóna að translation
á þeim processe. Mér þóttu kunna fást nógir aðrir til þess. Þar að auki hefi
eg einatt reynt hvað slíkt rentar mér. Heyrst hefur orða mál klingenbergs,
hvað sem úr því verður meira. nýjung hefur þótt um tugthúsið; þó hefur
ei minna talað verið um hreppstjóramálið við biskupinn, og nú tekur þeim
ypparlegu lands og klerka höfðingjum að verða gengið hjá því á fyrri öld,
að laici taka so að insultera þeim. Þykir sumum þá mikill sljóvleiki hafa
hent, þá þeir vildu gefa frá sér alla oeconomiam stólanna, eins og þeir gæti
ei haldið ráðsmenn og látið þá standa sér reikning, eins og um mörg secula
gengið hefur. Það sýnist lítil stilling á þessari merkilegu stöku og freyðandi
projecta öld. en so hefur biskupa granni102 og góður vinur skrifað mér, að
nú vildu biskupar gjarnan fá hin fyrri yfirráð aftur en það er óvíst að laicus
verði ærið ljúfur til þess síðan hann hefur fengið klófesti á soddan krás. en
sagan um hreppstjóra málið þótt[i] heldur en eigi breytileg. Biskup mun
helga sig með ákominni oeconomie til annarra en mundi hinum gömlu
biskupum Guðbrandi og Brynjólfi og öðrum hafa komið til hugar slíkar
stólanna catastrophe og diminution103 biskups tignarinnar? stórmannlegt
þótti brullaupið á Leirá og þykir mörgum sá qvidam neogamus hafa sókt
góða lukku þangað suður til landfógeta, lítt efnaður áður þó mannlegur í
lund og kominn af góðu prestafólki sem kunnigt er.104 Marga veit eg nú
geta hins sama til um kvongan jóns vicelögmanns og ei veit eg hvort faðir
hennar vill hugsa hærra með hana en ei marka eg, þótt jón lögmaður láti so
í bréfi sínu til mín, sem hann muni ei verða þar all-lengi, jafnvel þótt vel sé
að sér búið og látið. einu gildir þó ei verði af um smíðið á kvæðinu. Mér
féll það so í hug105 þá eg skrifaði bréfið til yðar í fyrra. Þér kannist við að
sum mín innföll eður fortuitæ conceptiones106 eru ei alltíð solidæ.107 en
mikið vel líkar mér það er þér segið frá yðar hag108 og hefi einhverntíma
102 Þetta orð er torlesið í handriti.
103 Þ.e. áfall og hnignun.
104 utanmáls: „fátt lét nú l(and)fógeti um hann“.
105 ofanlínu virðist standa: „af vide ráði“.
106 Þ.e. tilfallandi hugmyndir.
107 Þ.e. stöðugar.
108 Viðbót á spássíu: „nefnilega góða heilsu, daglegt yndi við gagnleg skemmtunarverk, og mat-
lífi, þénanlegt skemmtilegum studiis“. óljóst er hvort hér stendur „maklífi“ eða „matlífi“.