Gripla - 20.12.2013, Page 148
GRIPLA148
svo sem er einn globus artificialiss,126 stór sem ungbarnshöfuð, gjörður
af íslenskum höndum, í sínum völtrum, illumineraður með heimsálfum,
löndum og höfum, undir sinni longitudine og latitudine,127 með helstu
circulis og gradibus,128 málböndum og töflum meðfylgjandi til upplýsingar.
Þetta gamms-egg er skrínlagt,129 og fram tekið á vissum tímum.
Við það þér nefnduð, að vert væri að gjöra nokkuð poëma130 um slíka
mögulega íslands ánægju, helst við vitam rusticam,131 þá hefi eg svoddan frá
mér lagt; þó skyldi eg hafa sýnt yður poëma, sem kallast Búnaðarbálkur,132
ef skrifara hefði, en Mons. einar Halldórsson133 varð eg að missa í sumar,
og vígist hann um þessa daga. Búnaðarbálkur skiptist í þrjú kvæði: það
fyrsta er eymdaróður, óvætta-dvöl og ógeðs-ævi. Það er um, hvernig
dagfar og bæjarbragur á íslandi sé orðið allt leiðindasamt og ónáttúrlegt.134
Annað kvæðið er náttúru-lyst, ólundar-haft og Vonarfylli, um það, hversu
að náttúran öll, og einkum dýranna sorgalaust líf, en allra helst og fremst,
fyrst og seinast, guðs forsjón, bendir manninum á íslandi til góðrar vonar
og ánægju. Þriðja kvæðið kallast Munaðar-dæla, Bónda-líf og Lands-elska,
um það, hvern veg góðir bændur kunni að lifa glaðir og vel ánægðir, og hafa
alls konar nægtir á íslandi, bæði af hlunnindum þeim, er þar brúkast nú,
og hinum, er af nýju fást og brúkast kunna, og í öllu því að sýna dugnað og
elsku föðurlandinu. Þetta er nú inntak Búnaðarbálks, sem er 100 erindi, og
er epilogus135 (greinir nokkrar úr salomonis Predikara) þessi:
1. Lífið mun öllum rustum remmast.136
2. sólunni leit eg ólán undir.
126 Þ.e. hnattmynd. um hana orti eggert kvæðið, sem er prentað í kvæðabók hans (khöfn 1832
8vo), bls. 228–229.
127 Þ.e. lengd og breidd að hnattmáli.
128 Þ.e. baugum og mælistigum.
129 Þ.e. geymt í skríni.
130 Þ.e. kvæði.
131 Þ.e. sveitalífið.
132 Búnaðarbálkur, hið ágæta kvæði eftir eggert, er prentað í kvæðabók hans, bls. 20–50,
einnig sérílagi í Hrappsey 1783 og í Ármanni á alþingi 1 (1829), 115–172.
133 einar Halldórsson þessi varð prestur að Hraungerði.
134 „Það mun satt vera“, ritar jón ólafsson utanmáls.
135 Þ.e. eftirmálinn eða niðurlag kvæðisins.
136 Vísurnar eru tilfærðar úr kvæðinu í bréfi eggerts, en hér er einungis tilfærð fyrsta hending
hvers erindis, og þótti það nægja. erindi þessi eru fimm, 96–100 í Búnaðarbálki, og orðrétt
sem í kvæðabók eggerts hinni prentuðu.