Gripla - 20.12.2013, Síða 151
151
sem hér eru, enda mun ei þurfa helst ef von er yðar að hausti, og þarf eg
því ei að skrifa langort í þetta, en það vildi eg af alvöru kjósa, sökum blaða
minna, að þér væruð komnir hér áður en fer frá, með dauða eður burtferð.
Bræðrum yðar líður sæmilega nema hvað monsieur jón nafni hefur verið
kvillaður um stundir og haldið sig á Regentzi sökum betri aðbúnaðar.
Hér batnar ei í byggðinni. Allt er dýrt, tvefalt og þrefalt, og sumt meir.
en volsið vex í klæðnaði, indiansku og slitlausu taui, víni og kaffi etc. en
peningar dragast út. Líka urðu júðar fundnir í því í vetur að þeir ætluðu
að færa heilmarga peninga í Hamborgar Banqven, [en] peninga ekla hér
stök, og fjölgun embætta etc., með sumu fleira sem ei vert að bréfsetja.
Gehr. Holst143 andaðist í vetur þann 30. jan en gehr. thott í hans stað aftur
kominn, viðlíka sinnaður sagður með langdrægni loforðanna við þá er leita
embætta. Þann fyrrnefnda mun s(ank)ti Pét(u)r nú vera búinn að ljúka inn
í ríki himnanna. Þér munuð heyra þá chosu síðan er líka er komin fyrir
herskapið, og þótti kímileg, betur hún væri til góðra eftirtekta. Það fór sem
best að eigi varð af stríði danskra við Rússa, orsökuðu af norður-Holsten.
Það var komið so nærri að ei vantaði nema commando til áþrifa. Því í þeim
svifum dó ctzarenn í Moschou, Pétur hinn þriðji, eftir hér um 5 mánaða
regering, Catharina heitir nú keisarainnan. Þessi Pétur hafðist þó nokkuð
að á þeim tíma: Hann setti niður laun presta og annarra til 100 rúblna sem
(en hvert rubel vitið þér að er 8 dönsk,144 neyddi þá til að raka af sér
sín löngu skegg og var meint að hann hefði haft í ásetningi að koma þar á
þeim reformertu trúarbrögðum. Þeir ætluðu að reka hann til siberien og
voru flokkar uppi því þeir sem hann upphækkaði héldu með honum, síðan
fannst hann dauður í sæng sinni þann 5. júlii og gjörðu þeir það orð á að
hann hefði dáið af drukkiskap: so um hann mátti segja:
Pétur sá er skeggin skar
og skerti launin presta,
lifði stutt og lítið bar
lof í valdi mesta
(eður: tuttugu vikur tign þá bar
er telst í heimi hin mesta).
143 Þetta mun vera geheimeráð johan Ludvig Holstein-Ledreborg greifi (1694–1763). Hann
gegndi mörgum mikilvægum embættum, m.a. sem yfirmaður í danska kansellíinu og varð
otto thott eftirmaður hans.
144 dönsk mynteining, mark (hk.).
„BetRA eR AÐ GjÖRA sÉR HjÁLPVÆnLeGAR . . .“