Gripla - 20.12.2013, Page 152
GRIPLA152
Þetta féll lukkulega fyrir danskinn. Catharina heitir nú keisarainnan er
setti niður allan þann óróa er af honum hafði staðið, Paulus heitir arfa-
printsinn, og er sagt að vor kóngur sé hans vörðslumaður. komu þeir
dönsku so sem flestir voru þó norskir aftur til baka illa hraktir mest af
skorti nauðsynlegra hluta, og hafa dáið hér hrönnum í vetur en leifarnar
fóru glaðir heim. Hér hefur yfirgengið mikill dauði á nautpeningi, kominn
fyrst frá sachsen og hefur so gengið héðan yfir til skáney. í sachsen fundu
einhverjir upp nokkra bót með eikiösku en þeir í svíaríki með saltpétri
að gefa inn nautinu nokkrum sinnum á dag. Margir urðu kúalausir; stað-
arins commedant missti allar sínar 50 eður fleiri, menn halda þetta sé af
inficeruðu145 lofti, og var sagt, að svart ryk hefði fundist af hendingu á
hvítu törklæði sem gefið var í [svo] hundi í vatni og af hverju hann drapst
strax. fólk hefur og dáið framar venju í vetur; á einni viku dóu 138 mest
af taki og köldu, hefur legið fáa daga. íslandi viðkomandi þá hefi eg ei
annað heyrt sérlegra en að kóngur taki nú að sér landið til útreiðningar.
sonur landfógeta monsieur jón hefur verið hér í vetur og er nú mælt að
fabrikvernar í Reykjavík taki til að flórera, síðan formannaskiftin urðu, so
landfógeti muni komast úr öllu gjaldi á fimm ára fresti og fer það mikið
vel. Hans jorgensen hefur verið hér í vetur með ærumál sitt og fékk stefnu
til hæstaréttar og joachim Anchersen fyrir promevator, það hverutveggja
var útgefið 24. febr. Margt umtal hefur það gjört í vetur meðal íslenskra
eftir því sem hver er unnandi. en flestum hygg eg þyki það illa luktandi
og hefði betur farið að þeir hefðu ei hlaupið í æru hans. Hann átti 30 rd.
hjá amtmanni etc. Líkast er þeir komi honum til forlíkunar þá enginn
íslenskra vildi verða til að translatera hans processa þrjá; gjörði eg það
fyrir intercession146 góðs vinar – en mér eru þó íslenskir processar orðnir
ofur leiðir. Þeir eru flestir fullir með óhreinlyndi og ágirni. en mál Bjarna
nicolaussonar um klaustur restantzana er til vonar að fyrirkomi nú um
þessa daga. eg vík aftur til okkar mála. Hafið kærar þakkir iteram fyrir
tilskrifið. Mér hefur þótt gaman að líta í það nokkrum sinnum, vellíkar
mér það þér skrifið um poëmata yðar. Þau eru góð því þau fræða, hugga og
skemmta omni tulis punctum, qvi utile miscuit dulci, sagði Hór(as).147 eg
145 Þ.e. eitruðu.
146 Þ.e. milligöngu eða fyrir bón.
147 omne tulit punctum qui miscuit utile dulci, Lectorem delectando pariterque monendo.
„sá hlaut aðdáun allra sem blandaði nytsemd unaði: Lesara gerir hann glatt í geði og fræðir
hann líka.“ Hóras, Ars Poetica.