Gripla - 20.12.2013, Side 155
155
færir fyrir exempla og sett nokkrar notas til, byrjað syntaxiu og prosidiam,
lítilfjörlega, því frátafirnar og edda hefur tekið tímann frá mér; ólystug
seta í köldu camesi í vetur með fleiru tekur að deyfa minn fyrri ardorem og
impetum;160 helst þá eg þenki um að fátt eður ekkert muni komi öðrum
til fyrirgreiðslu; því eg merki landar vorir so gott sem foragta slíkt, þykir
pedanteri og brauðlausar konstir, sem og satt er, vissum mönnum er annað
stunda fremur. Þetta er þarfleysa, einkum ef við sjáumstum hér í haust,
en verði það ei, tel eg það óvíst í þessu lífi hrökkvi mér mín tentamina að
koma mér til íslands í ár. Þó eg viti vel að þá taka önnur mala161 við sem
eru öðruvísi vaxin. en það líkar mér best að eg finn það á mér að eg muni
ei mörg ár þurfa að sorga fyrir húsgangstilstandi mínu. en ei hefi eg þá
nostalgiam eður heimfýsi enn þá fengið að eg sé ei jafnsáttur að leggjast
hér í jörðina. Mál er að hætta þessu hjali og nokkuð confus bréfslögun
er þér eruð vísir til að vorkenna og skilja samt sem áður; þér kannist við
ónæði það er landar vorir hafa oft um þenna skipaburtferðartíma. Verið
ástsamlega kvaddur í heiðri, heillum og stöðugu lukkuláni um ævina alla
Guði til dýrðar og mönnum til gagns, sem eg veit yður lundlaginn til og vil
alltíð stunda að finnast yðar góðu dygðir rækjandi og virðandi í vinveittum
þénustuvilja meðan til endist
jón ólafsson
khafn þann 10. Maii 1763
4. Bréf til hins sama [Jóns Ólafssonar], skrifað frá sauðlauksdal 14.
septembr. 1763. [Afskrift jóns ólafssonar í Additam, nr. 25 í 4to].
Allt hvað gladdi guðs ástvini forðum gagnist yður!
yðar ástsemdar tilskrif, daterað 10da junii þessa árs, kálfinn meðfylgjandi,
og alla undanfarna alúð og auðsýndar fornmannlegar velvildir, svoddan
rétti, sem mínu skapi best smakkast, þakka eg yður í einu orði með öllum
vir(k)tum, minnandist þess jafnan í huganum, þótt í verkunum aldrei fram
komi. Það sama bréf yðar meðtók eg þann 9. junii, og þau sem þar hjá
voru, til bróður yðar162 og Magnúsar Vídalíns, kom eg áfram með vissri
skilaferð.
160 Þ.e. ákefð og þrótt.
161 Þ.e. slæm (verk).
162 Bróðir jóns var erlendur ólafsson, þáverandi sýslumaður í ísafjarðarsýslu. Magnús Vídalín
í Ögri, sem fyrr var getið, sonur Páls lögmanns.
„BetRA eR AÐ GjÖRA sÉR HjÁLPVÆnLeGAR . . .“