Gripla - 20.12.2013, Qupperneq 156
GRIPLA156
Að þér lifið enn, og haldist við það sama heilsufar, þótt ei sé fullleg
alheilsa, þá gleðst eg samt, að ei er þyngri en var, og óska gjarnan að betri
mætti verða að guðs vilja, bæði heilsufarið og önnur vellíðan. eg veit það
glöggt, hvílík ævin yðar er, eg sá það á sjálfum mér nokkuð, en þó fleira á
öðrum, sumt í spegli, sumt í ráðgátu. nú kem eg til bréfsins, þó styttra verði
en eg hugað hafði, því tími sá, er eg ætlaði mér til að tala með nokkrum
makindum við fjarlæga vini mína, skrifandi þeim með stykkishólms skipi,
eyddist allur og truflaðist við dauða Madme sigríðar sál. jónsdóttur, móður
síra Bjarnar mágs míns. Hún var einhver fróðust og minnugust kvenna hér
á landi. Þér kannist við ætt hennar: hún var dóttir síra jóns eyjólfssonar
á Gilsbakka. nú hefir það veislustapp staðið hér, með slæmnum163 íreikn-
uðum, heila viku, en stykkishólms skip mjög svo ferðbúið; þó fékk það
hindranir við það kaupmaðurinn Hofgarður164 deyði.
Allir aðrir nafnkenndir menn lifa hér á Vesturlandi, og flestir hinir; en
dauða Brynjúlfs165 á Hlíðarenda munu þér frétta með öðrum fréttum, og
fleiri manna lát. Árferðið er hér á landi það allra besta til lands og sjóar, þó
nokkuð mismuni í sumum stöðum. fiskiafli góður víðast hvar, og sums
staðar í mesta lagi, svo sem sunnanlands hefir drjúgum hver kotungur á
Innnesjum fengið lestar hlut, og sumir hafa fengið fjórar lestir. Hér fyrir
Vesturlandi meiri þorska-fengur, en áður hefir verið í mörg ár, og steinbíts-
afli rétt góður. – Veturinn var hinn allra-besti, með fárra vikna frosti og
snjóvi framan af, en þar eftir, allt fram á jól, sífelldar þíður og þeyvindar,
já stundum svo mikill lofthiti (hvað thermometrum sýndi), sem þá hlýtt er
í mollum á sumardag. Á liðnum jólum kom snjór nokkur og frerar, þó allt
í meðallagi, og sjaldnast fullkomið vetrarfrost að kalla. Vorið og sumarið
hefir gott verið; sumarið samt þurrkasamt síðan á leið, og þess vegna nýt-
ing hin allrabesta. Allir íslendingar hafa nú full hús matar. Guð gefi þeim
vel með að fara!
um rationem status166 hér á landi vil eg fátt tala. Málaferlin engin
merkileg, en stappið nóg samt, og rígur millum amtmanns og biskupa.
Prentverkið stendur. Catechismus vantar. kóngur vor hefir jafnan skaða af
163 slæm(u)r var kallaður í drápum fornum sá hluti kvæðisins sem var á eftir stefjunum; þar
af er dregið hér að kalla svo síðara hluta erfisveislunnar.
164 Hofgaard, danskur maður, kaupmaður í stykkishólmi. Minningarvers eftir hann, sem síra
ólafur Gíslason orti, prestur í saurbæjarþingum, eru prentuð í kaupmannahöfn 1764.
165 Brynjúlfur Þórðarson á Hlíðarenda var sonur Þórðar biskups Þorlákssonar í skálholti.
166 Þ.e. almenn landsmál og þeirra ásigkomulag.