Gripla - 20.12.2013, Side 158
GRIPLA158
yðar glóseran yfir ólafs nafnið þyki mér rétt góð, og eg hygg rétt ráðið,
að Ans-lafur og Ás-lafur sé eitt og hið sama; eins hvað þér nefnið um
víxlun á og ei, til dæmis í óleifur, þá hafði eg það áður sett í mínum
orþografíu-reglum. Að eg borgi yður kálfinn með einhverju, þá sendi eg
yður einvaldsvísur169 og Vínsteinsmál,170 með fleiri ljóðmælum, en af því,
að þessi blöð komast hér ekki fyrir í þessum reifum, þá sveipa eg þau með
bréfi mínu til bræðra minna, hverjum eg sömu vísur communicera,171 ásamt
oddi mínum.172 Læt eg svo við þetta lenda, að eg bið yður fljótt ritað og
fáort vel að virða, sem yðar er vandi. Guð gefi yður huggun og hjálp í yðar
útlendingsskap, og allra helst, að þér mættuð fá ánægju með ellinni, og fyrir
mitt leyti vildi [eg] gjarnan þar til miðla, stæði það í mínu valdi. en hvað
sem um tímanlega farsæld líður, þá virðist vor náðargóði guð að unna oss
óverðugum hinnar eilífu farsældar.
yðar heiðursemi þénustuskyldugur einlægur vin
eggert ólafsson.
sauðlauksdal d. 14. septembr. 1753
[lege 1763].
Æ tíngast hér maturtir og ýms aldini betur og betur. Mustarðslundur173 9
feta hár kringum nýbyggt lysthús, með borði, bekkjum og ilmandi blómi,
er hér á landi ný byggð, sem jafnast kann við diætas174 sumra þar ytra.
[utanáskrift]:
Göfugum og mjög vellærðum
sgr. jóni ólafssyni (gamla)
Historiarum & antiquitatum septentrionalium
studioso seniori
á kaupmannahöfn.
169 Einvaldsvísur eru prentaðar í kvæðabók eggerts, bls. 72–74.
170 „þau carmina hefi eg ei meðtekið“. jón ólafsson utanmáls.
171 Þ.e. sendi þeim vísurnar.
172 oddur jónsson var stúdent sunnlenskur, og var um þetta mund í kaupmannahöfn. Hann
var útskrifaður úr skálholtsskóla 1752, varð stúdent við kaupmannahafnarháskóla 1757;
kallaði sig um hríð antiquitatum studiosus (stúdent í fornfræðum). Þegar eggert var í
kaupmannahöfn 1765 (í júlí) hefir hann ort vísu til odds (oddur minn sá penna prýddi,
o.s.frv.) sem er í handritasafni Bókmenntafélagsdeildarinnar í Reykjavík B. nr. 111 í 8vo,
með nokkrum öðrum ljóðmælum eftir eggert. [Athugasemd höfunda: þetta handrit er nú á
handritadeild Landsbókasafns íslands – Háskólabókasafns og ber safnheitið íBR 88 8vo.]
173 um þenna mustarðslund hefir eggert ort „Lysthúskvæði“, sem er prentað í kvæðabók hans
bls. 219–220.
174 Þ.e. lystihús.