Gripla - 20.12.2013, Page 159
159
5. Bréf Jóns Ólafssonar til Eggerts Ólafssonar 17. maí 1764
AM 996 4to II, bl. 368r–369r (371v):
Bréf mín til íslands Anno 1764. Inntak þeirra og fyrst Vestfjarðabréf, eftir
venju.
Monsieur eggert ólafssyni. Hann kom til kh. haustið næsta eftir.
Reverende et magni existimande amice.175
Þér heilsuðuð mér þannin síðast: Allt hvað gladdi Guðs vini forðum gagnist
yður. (eg bæti við:) Meir í reynd en orðum.176
undir og í hinu sama orðatiltæki óska eg yður vegni sem best í öllu því
er Guðs forsjón velur og fyrirsér yður gagnlegast; þar í felst það og að þér
megið eignast sál yðar í rósemi (eftir því orðatiltæki) frá öllu ónytjubuldri
er ríkir ei miður í vorum landa-átthaga en annarstaðar í heiminum. og er
mér það í sannleika kært að yður tekst að vera afskiptalausum frá þeim
skaðlega glaumi er margan infatuerar.177 Máske yður tækist það eins vel hér;
þó eru occasionernar fleiri í ýmsan máta eins og vitið.
eg tala fátt um mig. eg er hart að úr sögunni. eg þættist heppinn mætti
mér auðnast eitt af tvennu: að vera amanuensis hjá yður, að fletta blóka
[sic] blöðum, róta í horto178 yðar þess milli. en ef þér ei komið hingað í haust
efast eg að við sjáumst þessa lífs. Því þótt eg finni að heilsunni hnigni
nokkuð og hrumleiki aðsækist með aldrinum, sem aðkomandi 15. aug.
vantar eitt ár á sextugi, þá hughreysti eg mig við það aftur, að verðið þér ei
hingað kominn í haust munu bræður yðar, sem hér eru til staðar, taka við
blöðum mínum, þeim sem eftir verða, ef eg snáfa um síðir til íslands, eins
og eg hefi í föstu áformi. enda merki eg að eg [er] orðinn alla reiðu nógu
gamall. Leiðist flest það lengi er, og leiðir verða langþurfamenn.
eg vildi hafa áður aflokið því mesta af bókartetrinu eddu, sem eg hefi
lengi umfjallað. eg get ei mikið gjört á vetrartímanum í köldu camersi en
þröngt um ljós og þessháttar; en eg er kominn að raun að ei tjáir um að
fást, eins og mig henti í haust. Læt eg það so trassast sem kann þetta árið.
en einungis dvel eg í þetta sinn að eg geti bundið enda á mína langfjölluðu
175 Þ.e. virðulegi og mikilsvirti vinur.
176 Á spássíu: „standi það í stöðugum sínum skorðum, en steypist ei af forlaganna borðum“.
177 Þ.e. glepur.
178 Þ.e. garði.
„BetRA eR AÐ GjÖRA sÉR HjÁLPVÆnLeGAR . . .“