Gripla - 20.12.2013, Qupperneq 160
GRIPLA160
og síðbúnu eddu; þó máske nokkrir tractatar eftir verði, þá mun eg ei setja
það á mig fyrst líkast er að engvum verði að gagni. frátafirnar berast alltíð
nægar að hendi.
Það sýnist sem þetta sé ei curerat nema til málamyndar, og179 máske
þeim eg afhangi þyki eg nógu lengi hafa flækst sér fyrir fótum, leiðist flest
það lengi er, og leiðir verða langþurfamenn. eg dára sjálfur mína einþykk-
urs eður fastlyndis fávitsku og áfram, fyr[i]r að lafa hér so lengi við, og
spilla þannin minni tíð við þenna lærða hégóma sem sýnilegt er að varla
muni nokkrum koma að gagni, fæstir hirða um nema so in speciem, til
málamyndar eins og þeir cureri nokkrar lærðar sakir.
eg er að sönnu kominn að enda með mitt eddutetur, búinn að hrein-
skrifa 2122 paginas í folio. Áset eg, ef guð ann lífsins, í sumar að ljúka af því
óþarfaverki og setja síðan upp í næst með allt saman, ef þrumi af til annars
vors. eru þó eftir formálinn og nokkrir discoursar með registri. en hvert
eg verð búinn að því eður ekki hefi eg einráðið að snáfa loksins tandem
aliqvando180 héðan, og heita á hurðir týrs181 einhvers af þremur prestum er
næstliðið ár veittu mér ádrátt að mega hírast hjá sér, og þigg eg það heldur
en að hlaupa um húsgang á vonar völ.
Heilsan hrörnar nokkuð, sem líklegt má þykja, þar nú vantar þrjá
mánuði á sextugt, og sýsla ei um þó eg kreppist vetrarlangt í kulda og
myrkri með basli um mín skrif-materialia, og sitja á dreng mínum að hafa
ei orð um það, sem seinast í haust, og láta mig so svelta í arresti 4ra daga,
en skuldinni snúið á mig en ei komið við orsökina, og satt að segja – við
allt þetta, bæði hvað eg líð og það eg sé að allt mitt starf er til ónýtis, þá er
loksins jagaður í mig leiði og aversio til þess er eg hefi lagt mesta stundan
á. sufficiat hæc ita paucis attingere.182
Hér er orðin frábreytt öld í margan máta, frá hinu fyrra ráðlagi á fyr-
irfarandi seculo, þó mest síðan fyrir 30 árum, en einkum síðan fyrir 18
árum, flestu snúið í eftirmyndan framandi og efnabetri þjóða, þó þeirra
mest sem sífellt fluctuera í sínum statu, en þola það betur að efnunum
en vér, og kippa þó jafnótt í liðinn strax aftur. ekki gagnast Guði að gefa
gott árferði so almenningur hafi not af, sökum ágjarnra embættismanna
179 Vísað er með merki í framhald á bl. 369r.
180 Þ.e. einhvern tíma að lokum.
181 Þ.e. leita hjálpar einhvers.
182 Þ.e. nægilegt sé að draga það frá því litla sem ég hef hér dregið saman. – neðanmáls-
innskoti lýkur; textinn heldur áfram þar sem frá var horfið.