Gripla - 20.12.2013, Síða 161
161
eður tilsjónarlausir hindra það. Að vísu er fjár-faraldrið afrokið, en margt
annað gjörir tímana kostnaðarsama. eitt af því er sjóferðirnar til China og
Indíanna. Indíurnar comprimera183 ei lítið til stöku peningaeklu á heilum
peningum sem hér er. eg sleppi þessu; þér sannið, ef þér komið so nálægt,
allt er svipur nema sjón. eigi er líklegt það lagist so bráðlega, og væri vel
fyrir goldið ef ei kæmi að gátu sál. Árna, bæði um hérverandi statum, og
það sýnist teikna til þess er íslandi viðvíkur, margt, en þó eiga allir dagar
kveld um síðir þó nú sé ný uppörvun Compagniesens184 ákomin, tvítug, til
þess 1783. Máske yðar góðu hérverandi bræður gefi yður nokkra ávísan
um fatum þeirra nýju octroya,185 að þær voru útlagðar á íslensku, að vísu, að
undangengnu leyfi konungs eður Camersins.186
5. Bréf til hins sama [Jóns Ólafssonar], skrifað frá Reykholti 1. septembr.
1767. [eftir útdrætti jóns í Additament. handrita í bókhlöðu háskólans í
kaupmannahöfn, nr. 25 í 4to.]
… sérílagi þakka eg nú fréttirnar, sem mér senduð, en hvorki borga eg
yður það né bréfið að gagni í þetta sinn, því eg er nú, og hefi verið í sumar
jafnan, sem á glóðum. Munu þér frétta búskapar umbrot og giftingar áform
mitt,187 sem framkvæmt á að verða áður en veturinn dettur á, en mér nýtt að
starfa í slíku; þá er annaðhvort, að hrökkva eður stökkva, segja menn.
Héðan af landi er fátt gott í frétta nafni. Það sem eg veit yður er kært að
heyra: mín og minna vellíðan, og heilsan í skárra lagi, fyrir hvað allt einum
guði þakka ber. Veturinn hér á landi var í betra lagi (1766–67). sjóarflóð
mjög óvenjulegt sunnan og vestan á landinu. Vetur öndverðan tók út fjölda
skipa yfir allt, braut og nokkra bæi, en þó mest af naustum, fjárhúsum etc.
– Mannskaðar miklir hafa orðið á sjó, helst undir jökli og á Innnesjum.
183 strikuð eru út m.a. þessi orð: hjálpa til, eru samtaka. Comprimera virðist merkja hér: valda
eða viðhalda.
184 Þ.e. Almenna verslunarfélagsins (det almindelige handelskompagni, tók við íslandsverslun
1764).
185 Þ.e. da. oktroj (franska octroi), ‘verslunarréttindi’ (um einokunarverslunina).
186 Þ.e. Rentukammersins. – Hér verður skriftin smá, mikið er strikað út og öðru bætt inn og
er allt vandlesið. Bréfsuppkastinu lýkur á bl. 371v.
187 eggert hélt um haustið 1767 brúðkaup sitt með Ingibjörgu Guðmundardóttur sýslumanns
í snæfellsnessýslu (d. 1753); hún var þá hjá móðurbróður sínum síra Þorleifi Bjarnasyni í
Reykholti, og þar var brúðkaupið haldið.
„BetRA eR AÐ GjÖRA sÉR HjÁLPVÆnLeGAR . . .“