Gripla - 20.12.2013, Síða 162
GRIPLA162
Hekla188 er ennþá að brenna annað slagið, en með meiri spekt en fyrri.
fjárpestin gjörir stóran og óvenjulegan skaða hér á landi, eins Vestfjörðum,
sem oftar hafa sloppið hjá landplágum. í Barðastrandarsýslu syðra parti
og ísafjarðar sýslu er mestallt dautt, en nyrðri partur Barðastrandarsýslu,
scilic. milli Breiðafjarðar og Arnarfjarðar, er frí. Þar voru bænadagar
haldnir af öllum prestum, og komst þó þessi vonda sótt þangað áður en
dagurinn kom, svo algleymingur var kominn á allri Barðaströnd og við
Patreksfjörðinn, en strax eftir bænadaginn hvarf allt af aftur, og varð
jafngott. Hefir aldrei síðan orðið vart við það, og hvergi betra fé en þar í
vor.
Mannalát munu þér frétt hafa, margra presta nokkuð, helst norð-
anlands. Item Magnúsar amtmanns og Þórarins sýslumanns.189 franskt
stríðsskip kom inn á Patreksfjörð í vor, til að hafa hliðsjón af duggum.
eg hafði (einn að segja) tal af þeim og þeir af mér, helst kapteinn. Þeir
voru offiserar, flestir ungir aðalsmenn, hæverskt og vel siðað fólk, héldu
strangan stríðsaga, og engum leyft, undir járn og harða refsing, að fara inn
í nokkurt íslenskt hús, án leyfis yfirmanna. kapteinn var vel lærður maður,
talandi og skrifandi latínu sæmilega, og vakti yfir studiis á næturnar. eitt
sinn kom hann heim til mín, og eg aftur til hans; síðan sendi hann oftlega
með bréf, er milli fóru, mest um landsins curiosa.190 – engelskt varnarskip
var um sama mund fyrir utan dýrafjörðinn, en ekkert hefi eg af þeim frétt,
nema tvo menn af þeim rak á báti, og komust þrekaðir mjög á land við
selárdal, héldu síðan burt aftur.
nú kem eg til þess, er þér gratulerið mér með þá vicelögmanns nafnbót,
sem kóngurinn hefir gefið mér. Það er heldur að condolera, og svo sem
mér kom það mjög á óvart, mundi það ei orðið hafa ef eg hefði verið í
kaupmannahöfn í fyrra vetur. Það er samt skeð. Guð veit hvað hann vill
gjöra, en bæði er svoddan nafn tómur hégómi og líka mér til byrðar og
umkostnaðar, en ei annars, og þó þér eður aðrir sé að gratulera íslandi í
góðri meiningu, þá má þó hver einn sjá, að eg get því ekkert gott gjört fyrir
þetta, og þó nafnbótin sé nógu há, sem mér hefði mátt nægja miklu lægri,
188 Hekla byrjaði að gjósa snemma í apríl 1766.
189 Þ.e. Magnúsar amtmanns Gíslasonar og Þórarins jónssonar á Grund, sýslumanns í
eyjafjarðarsýslu.
190 Þ.e. nýstárlega hluti og sjaldséna, sem væri á íslandi.