Gripla - 20.12.2013, Page 163
163
þá þykist eg samt hvorki meiri né minni maður fyrir hana, og svo vona eg
það reynist fyrir guðs hjálp.
fleira man eg ekki að sinni, þar aðkallið er eitt og annað. Gjarnan get eg
vitað og unnt yður, að þér megið ánægður í Höfn lifa; enda, ef þér kæmuð
hingað til lands, vilda eg og óska yður ánægðum hér að lifa hjá góðum
vinum. félli og ferð yðar um staðarsveit, eða Miklaholtshrepp, væruð þér
velkomnir á Hofstöðum191 næturtíma, helst ef þar væri svo komið í lag, að
mönnum væri þar inni verandi. Lifið nú ætíð vel og heilir, jafnan undir
hins þríeina guðs náðar vernd á sál og lífi, og þá helst, er yður mest á ríður.
Hvar uppá eg vil finnast
yðar verðugleika
skyldugur vin og þénari
eggert ólafsson.
Reykholti d. 1. septbr. anno 1767.
[utan á bréfinu:]
A monsieur
Monsr jóni ólafssyni (Grunnfirðingi),192
mjög vellærðum og fornum fræðimanni,
þetta vinsamlega,
að kaupmannahöfn.
6. Bréf Jóns Ólafssonar til Eggerts Ólafssonar 18. maí 1768193
AM 996 4to III, bl. 511r–513r:
Lögmanni eggert ólafssyni, hann er vicelögmaður sveins194
eðla og hávísi hr lögmann
Hátt virðandi ágæti vin!
Alúðar kveðja
191 eggert ætlaði að fara að búa um vorið eftir á Hofstöðum í Miklaholtshrepp, en á flutn-
ingnum þangað frá sauðlauksdal drukknaði hann í Breiðafirði með allri skipsögn, og hefir
síðan ekkert fundist hvorki af skipi né mönnum né farangri.
192 „Grunnavíkingi“ rectius puto (þ.e. Grunnavíkingi held eg réttara) ritar jón ólafsson
utanmáls.
193 eggert drukknaði 30. maí sama ár.
194 sveinn sölvason á Munkaþverá var lögmaður og skáld. eggert var skipaður varalögmaður
sunnan og austan 1767.
„BetRA eR AÐ GjÖRA sÉR HjÁLPVÆnLeGAR . . .“