Gripla - 20.12.2013, Síða 164
GRIPLA164
eg heilsa alúðlega með framburði virðulegustu kveðju sem yður tilhlýðir
er fáguð sé fegurstu sjálfæskilegum heilla og hagsbóta fyrirmælingum
með viðtengdu skyldugu þakklæti fyrir allt hið góða, æruríkt, hollt mér og
manndómslegt yður. Bréf yðar skrifað frá Reykholti þann 1. sept. síðstlið-
inn195 meðtók eg hjá bróður yðar, nafna mínum merkilegum, þann 25. oct.
er það fullt af góðu einu sem alltíð er von að yður. Hefi eg það gaman alltíð
af yðar bréfum að eg les þau nokkrum sinnum upp aftur, þar eg gjöri ei við
flest öll önnur en að hlaupa þau einu sinni í gegnum, því þau eru einskis-
verð flestöll nema nokkuð fréttakyns sem eg er vanur að fá frá tveimur
eður þremur mönnum.
Merkilegt exemplum pietatis erqvæ est fundamentum omnium virtu-
tum sem jafnvel heiðinn maður, borgarstjórinn í Róm, Cicero, sagði forð-
um.196 Væri án efa margt betra ef meira mætti af slíku hjá oss, færri laun-
skammir sem eg varð var við seinast þar og per conseqvens minni refsingar-
plágur. ei hefi eg heldur heyrt fyrr getið sumra ókennilegra sjúkdóma sem
þar eru sagðir kvelja fólk.197
en eg tek nú til að hirða um slíkt minna en áður í þeirri fyrirhugsan
að leifa það eftirkomendunum til eftirtekta ásamt öðrum mínum blöðum.
Hnignandi heilsa mín nú í mínu anno climacterico magno198 minnir mig og á
að leggja alla mína sýslan frá mér; hefi eg í þeirri meining199 gjört Catalogum
yfir allt það sem á að heita eg hafi párað saman og hefi í ráði innan vetrar, ef
so lengi hjari, að segja mig frá öllu því, þó með vissri restriction.200 er í sann-
leika gleði að spyrja gott frá yðar heilbrigði líkamans.201 Guð gefi yður bestu
farsæld til yðars so vel uppbyrjaða búskapar sem ráðahags er nauðsynlega
verður með að fylgja einkum embættismönnum, sanna eg að þér sýnið enn
195 Brúðkaupsveisla eggerts og Ingibjargar Guðmundsdóttur var haldin í Reykholti í Borgar-
firði 1767 og stóð í viku. Voru þau svo um veturinn 1767–1768 í sauðlauksdal hjá Birni
Halldórssyni, mági eggerts.
196 fundamentum est omnium virtutum pietas erga parentes. „skyldurækni barna er grund-
völlur allra dyggða. [Lat., Pietas fundamentum est omnium virtutum.]“ Cicero (Marcus
tullius Cicero).
197 frá Merkilegt: Viðbót á spássíu.
198 skv. stjörnufræði/-speki var það 63. aldursárið, þegar miklar breytingar verða á líkamanum,
mjög örlagaríkt ár og getur verið spurning um líf eða dauða (fyrsta árið þegar maður er 7
ára, síðan margfeldi af sjö, 21, 49, 56 o.s.frv.).
199 í þeirri meining: Bætt við ofan línu.
200 Þ.e. skilyrði.
201 frá Er í sannleika: Viðbót á spássíu.