Gripla - 20.12.2013, Side 165
165
manndyggð yðar í útvalningu egtamakans og byggja þannin uppá ætt yðar.
drottinn blómgi yðar hagan allan með bestu blessan í hvertveggja standinu
so allt það verði til góðs yndis og ávaxtar. sem og í embættinu, að laga og
bæta það áfátt er í almúga stjórninni. Þykist eg so mikið til yðar þekkja að
yður vantar ei vit, góðvilja og kunnáttu til þess. Má og vera, að landtetri
voru sé nú ei síður vanþörf á góðum forstjórum en nokkurntíma áður;
þar margt ólið kann að standa eigi einasta kaupmanna öldinni sem nú er,
lagafarinu og óliðlegum hætti aldarinnar, og enn þá ei síst hér sem margur
er lítt til þekkir og eður ei íhugar nema það sem fyrir öngvum liggur kynni
að rísa hugur við. Mér kemur oft í hug tilgáta þess merkilega og langsæja
manns Aqvilina (eins og hann þýddi það, ef ei er heldur contentus vel
gaudens bonam annorum202) Megalini.203 tvennt er það eg henti úr tali
hans (en svá ec spaks geta) um hér verandi statum futurum sem berlega er
í aðsigi. Af hverju hverutveggi kynni að leiðast mest ógagn landi voru og
fullkominn kollsteypir. er það því ærið skylt sem fyrir mig flaug í vetur að í
orð hefði komið sala á því. deus meliora204 og vil ei præ stupore205 tala um
það fremur. Því kóngl(ega) herskapi líður vel. drottning vor Magthildur
færði kóngi og ríki ungan printz í vetur þann 28. jan. kl. 3 til 10.206 en
var skírður friðreks nafni þann 30. um kvöldið kl. milli 4 og 8 með hring-
ingum og öðru því státzi er þér kannist við. symbolum kóngs vors, Gloria
Amor Patriæ,207 munið þér vita. Hann reisti heim til Holsten 8. hujus því
ei mun verða af ferð hans til Italien sem komin var í orð og drottningu so
vel sem hoffinu var á móti réttil(ega). Þó fjár- og enn meir nautadauðinn
sé að mestu afrokinn eru allir208 óhóflega dýrir so fólk knurrar auml(ega)
og ætlar ei við að haldast og líka liggur enn á sá almenni skattur. Þó vantar
202 Þ.e. ánægður eða glaður í góðu ári.
203 Að öllum líkindum er Aqvilina Megalini umorðun jóns á nafni Árna Magnússonar hand -
ritasafnara. Aquila er örn á latínu og mega þýðir mikill. orðalagið sem á eftir fer, að jón
hafi hent það „úr tali hans“, styður þá tilgátu. í ævisögu sinni um Árna Magnússon skýrir
jón nafn Árna sem „aqvilanus [arnarlegur] í latínu“; jón ólafsson úr Grunnavík, Ævisögur
ypparlegra merkismanna, útg. Guðrún Ása Grímsdóttir (Reykjavík: Góðvinir Grunnavíkur-
jóns, 2013), 48.
204 Þ.e. Guð láti batna eða gefi betri tíma.
205 Þetta virðist merkja: svo ég verði ekki óður eða til að æra ekki óstöðugan.
206 síðar friðrik VI., dansk-norskur, frá 1814 aðeins danskur kóngur. sonur kristjáns VII. og
Caroline Mathilde, fæddur 28. janúar 1768.
207 einkunnarorð kristjáns VII. (1766–1808) voru Gloria ex amor patriæ.
208 Hér vantar sennilega orð, t.d. hlutir eða annað sambærilegt.
„BetRA eR AÐ GjÖRA sÉR HjÁLPVÆnLeGAR . . .“