Gripla - 20.12.2013, Side 166
GRIPLA166
ei klæðaburð, comediur og annað fleira franskt narrarí, né heldur þá miklu
kaffidrykkju er jafnvel sosem töfrar fátækt fólk. eg vil ei fá meir til orða
réttargang (ostindiskar og chiniseskar fáfengar porcellens og klæða vörur
etc.)209 og sumt annað. eg vil ei tala meira um slíkt en svíar eru að hressa
við sína oeconomiam og commercia engelskir með þúfur sínar hvað sem að
þykir um korntaxta, Parlamentesherra og annað. keisarainnan í Rússlandi,
sú merkilega Cathrin, er að láta smíða ný lög.210 Þeir í Pohlen kýta inn-
byrðis, samt eftir vanda, þó kóngsmálið sé nú fyrir nokkru fast orðið; verst
er það milli kaþólskra og dissidentanna211 hverja hinir enn þá ofsækja en
páfinn andar að þeim eldi. Það tekur þó heldur en eigi nú að syrta í þann
djúpa ál hans mikla myndugleika og yfirráð jesúítanna er lengi hafa leikið
glatt í heiminum. Það byrjaðist fyrst í spanien í vetur af föstupredikunum
einhverra er opinberl(ega) sögðu að það veraldlega vald ætti í öllu að víkja
fyrir hinu andlega. General Procureur hoffsins kvað Christum aldrei hafa
gefið það postulunum né heldur sjálfur brúkað. Biskupar sumir fylgdu
sínum mönnum og voru því nokkrir fastir settir.212 nú er hertuginn af
Parma sem og er kóngur yfir báðum siciliunum og sonur þess spanska
kóngs.213 Hann lagði herlið fyrir Bonifacio214 og annað landgóts pápans,
reknir út jesúítar so úr klaustrinu og færðir uppá kirkjustaðinn, exceptis
invalidis,215 en góts þeirra til margra milljóna úr gulli, silfri, eðalsteinum
tekið og fært í fiscum. Páfinn bar sig aumlega,216 lét halda litaníur, gaf
indulgentias.217 um þetta er sagt að skrif sé útgengið í Venedig á móti
páfa. en hatur þeirra kaþólsku til hinna þar í Pohlen vísar sig enn þá með
exemplis enormibus sem eru eftir páska þá reisandi pomondarius nokkur
kaþólskur flanaði inn í kirkju meðan sá lútherski var að predika, kastaði að
honum vondum orðum og hans religion, hljóp til og dró hann úr stólnum
209 Það sem hér er sett innan sviga er viðbót á spássíu.
210 katrín II. var keisaraynja í Rússlandi 1762–96.
211 Þ.e. andófsmannanna.
212 jesúítar voru reknir frá spáni 1767.
213 ferdinand hertogi af Parma 1765–1802. — Hér er viðbót neðst á spássíu, sem kemur
efninu ekki við en er þó áhugaverð: „ei hefi eg heyrt að Bitmálið nú 13 ára gamla sé fyrir
Hærstarétt. en það mun satt að téður finni seint í jörðu.“ jón þýddi skjöl í svokölluðu bit-
máli Magnúsar filippussonar (jón Helgason, Jón Ólafsson frá Grunnavík, 315).
214 Þ.e. sundið á milli korsíku og sardiníu.
215 Þ.e. nema hinir veiku.
216 Bætt við á spássíu: „gat ei haldið vatni þá hann hélt ræðu um þetta jólaaftan.“
217 Þ.e. aflát. fyrir framan er orðið aflát strikað út.