Gripla - 20.12.2013, Síða 167
167
etc. so er rammt um þetta mikla odium218 að mælt er so, að tyrkjasultan
skipti sér af því til sátta og jafnvel sá chinesiski keisari, þó það sé ólíklegt.
enn þá hefur sultaninum eigi tekist að debellera219 printz Heraclium
foringja Georgiananna.220 Hann skrifaði til í haust þeim gamla Paoli í
Corsica; sendi forláta bréf fullt af orientaliskum metaphoris og nokkra
camela og þess háttar fleira.221 Paoli hefst vel við í Corsica, lagar allt í betra
stand, og skiptir sína Respublicam með vissu nýju móti, tekur sumt af
Aristocratia þeirra gömlu, sumt af nýrri smíðum. Þar eru og nokkur upp-
sátur í Arabien og Ægypten. Þann mikla jarðskjálfta er skeði í C(on)st(ant-
ino)pel þann 22. Maji í fyrra hefur eimt eftir með nokkrum smærri síðan.
en í Wien varð stór jarðsk(jálfti) þann 28. Martj í vor, so danubium belgdi
upp. Það er sem þeir færist frá Vestíndiunum norður eftir, því sagt er í
vetur hafi eitthvað orðið vart við þá í sachsen, líka og í Wallis í engl(andi).
yfirflæðingar eftir venju í niðurlöndunum og einstaðar í fr(ank)ríki ásamt
fjallhruni. í nokkrum stöðum eldskaðar en þó ei allstórir. ókennda menn
hrakti á skipi til Archangel undan norðurpolo í vetur, var þeirra tunga
alls óskiljanleg þeim er fyrir voru og uppdöguð megtug þjóð uppá landinu
langt nokkuð frá Qvebech, er á sögð hvít á lit, brúkar mikil skegg og fer
með vopn og verjur. Gullpeningar fundust í engl(andi) að vísu 800 ára
gamlir. Menn hafa fengið pálmavið til að vaxa í Pétursborg, líka í Berlín
(sachsen) að sögn manna, þá karlkyn og kvenkyn fylgist að. einhvers staðar
í Þýskalandi uppfundin talandi manns mynd og merkileg byssa í frR er á
fáum mínútum gjörir mörg skot. Item vansköpuð börn í tveimur stöðum,
annað var í Polen, tvö börn vaxin saman. Hár aldur hér um 14 manna er
flestir voru nýlega andaðir í ýmsum stöðum og hvað þess háttar nýlundu
vera kann smærra slags. Þetta er so yður til gamans meðan þér lesið línur
þessar velvitandi þér munið hafa annað merkilegra að þenkja.222 eg kýs
218 Þ.e. hatur.
219 Þ.e. draga þrótt úr.
220 Heraclius II. var georgíanskur prins sem var þjálfaður í herbúðum nadir shah,
Persakonungs og fór með honum í leiðangur til Indlands 1739. nadir shah náði völdum í
Georgíu árið 1733 (hann hafði áður frelsað Persíu frá Afgönum og rekið tyrki burt). Þegar
nadir shah lést 1747 endurreisti Heraclius konungsríkið Georgíu og var útnefndur kon-
ungur í tiflis.
221 Pasquale Paoli (1725–1807) var þjóðhetja og forseti korsíku. neyddur í útlegð til Bretlands
1768. sneri aftur eftir frönsku byltinguna 1789 sem hann studdi í fyrstu en sneri síðar baki
við.
222 Viðbót á spássíu: „Mál Magn. Philippussonar ut supra.“
„BetRA eR AÐ GjÖRA sÉR HjÁLPVÆnLeGAR . . .“