Gripla - 20.12.2013, Page 168
GRIPLA168
mér til yðar sama mér velviljaða og hreinlynda favorinn sem til forna
samt áður en eg felli brag: kemur mér það í hug, að kunningi sra Þórður
jónsson skrifaði mér til frá skálholti þar 5. aug. síðstliðinn og segir so: „jeg
bað hann að gefa mér (scil. árið fyrir) ljósa útlegging yfir friderices drápu
í mínu síðarsta skrifi hverja eg nú ítreka.“223 eg mun færa mig undan því
posito eg skrifi honum nokkuð til og vísa þeirri kynlegu bón til þeirra sem
þar eru framan á skrifaðir auctores. eg veit ei hvort eg skil hana so vel alls-
staðar að eg vogi.224 er ei einn af autoribus og vísa heim til þeirra. Vil eg
ei hindra mig á því að brjóta höfuðið til einskis, nema máske exponera mig
ludibrio225 þeirra lærðu manna er vit munu hafa á fornum skáldskap vorum
þar á stólnum og er ei vert að fjölyrða um þar framar …
eitt vildi eg enn þá segja sem er. er það ekki enn einn sýnilegur foetus226
þessara tíma hversu þrjú k gefa bestu prestaköll. eg meina capellanstand,
kona og kaupmenn. Mig tók ei so þungt þegar eg varð forðum að víkja
fyrir kvæntum capellan því hann var attestatus eins og eg, var þó tví fyrir
á kominn, en þessi er óattestatus og er því nú það besta ráð orðið að fara
hvergi af landinu, sníkja sig inn í capellansstand hjá gömlum presti á góðu
kalli og kvonga sig strax. eigi segi eg þar fyrir að þessi sr Hallgrímur kunni
ei að vera velhæfur og góður maður en það er hvergi nærri sannsýnilegt
eður réttvíst og er eitt á meðal annars að gjöra menn að osoribus bonarum
literarum227 og færa inn Barbariem. Munu slíkir promotores228 setja það
lítið á sig. o tempora, o mores.229
223 sennilega Þórður jónsson (1698–1776) sem lenti í málaferlum við sóknarbörn sín, var
dæmdur frá embætti en fór í skálholt 1762 og andaðist þar ókv. og barnlaus. „Var maður
ekki ógáfaður né illa að sér, en sérvitur, einrænn og hrokafullur (sjá Lbs.) í skýrslum
Harboes er hann talinn mjög minnisgóður, en algerlega dómgreindarlaus“ (Páll eggert
ólason, Íslenzkar æviskrár, 5:104).
224 „fyrst þar ei nein mun argumentum hverrar strophæ“ er bætt við á spássíu: þ.e. rök eða
útskýring hverrar vísu.
225 Þ.e. gera mig að aðhlátursefni.
226 Þ.e. fósturvísir eða einkenni.
227 Þ.e. óvinum góðra mennta. tilvitnun í erasmus frá Rotterdam.
228 Þ.e. forkólfar.
229 Allt frá Eitt vildi eg enn þá segja sem er er viðbót neðst á spássíu og heldur áfram á næstu
síðu.