Gripla - 20.12.2013, Page 173
173
ARnGRí MuR Ví dALí n
„eR ÞAt ILLt,
At Þú VILt eLskA tRÖLL ÞAt“
Hið sögulega samhengi jöðrunar í Hrafnistumannasögum1
1. skilgreiningar
Tröll
Þegar rannsaka á tröll í fornaldarsögum þá þarf að byrja á því að komast
að því hvað tröll er, altént í því samhengi sem skoða á tröllið í.2 Hér á ég
við að almenn skilgreining á trölli á ekki endilega erindi við það efni sem
rannsaka á. tröll í þjóðsögum jóns Árnasonar eru ekki sömu tröll og tröll
fornaldarsagna. tröll íslendingasagna eru ekki nauðsynlega sömu tröll
heldur. og raunar er ekki víst að orðið ,tröll‘ vísi alltaf í sams konar skepnu
innan þeirra sagna sem saman eru nefndar fornaldarsögur. jafnvel innan
sömu sögu gæti orðið verið notað á margvíslegan hátt sem fæli í sér ólíka
1 Þessi grein er að hluta til unnin upp úr erindi sem ég flutti á Hugvísindaþingi 2013 sem
nefndist „skrímslin á jaðrinum“ og var nokkurs konar stöðuskýrsla úr doktorsverkefni mínu
um ófreskjuna í heimsmynd íslendinga á miðöldum. doktorsverkefni mitt er hluti af hinu
stærra rannsóknarverkefni Tekist á við yfirnáttúruna á Íslandi á miðöldum sem styrkt er af
Rannís. Verkefnisstjóri og leiðbeinandi minn Ármann jakobsson fær sérstakar þakkir fyrir
ýmislegar gagnlegar ábendingar. einnig vil ég þakka kærlega Aðalheiði Guðmundsdóttur
og daniel sävborg fyrir yfirlestur. Guðrún Ingólfsdóttir fær þakkir mínar sömuleiðis fyrir
sérlega gagnlega ábendingu utan úr sal þegar upprunalega erindið var flutt.
2 ítarlegustu rannsóknir á tröllum í íslenskum miðaldaheimildum má einkum finna hjá
Ármanni jakobssyni, „Hvað er tröll? Galdrar, tröllskapur og samfélagsóvinir,“ í Galdramenn:
Galdrar og samfélag á miðöldum, ritstj. torfi H. tulinius (Reykjavík: Hugvísindastofnun
Háskóla íslands, 2008), 95–119. sjá einnig Ármann jakobsson, „the Good, the Bad and the
ugly: Bárðar saga and its Giants,“ í The Fantastic in Old Norse/Icelandic Literature: Sagas
and the British Isles. Preprint Papers of the 13th International Saga Conference Durham and
York, 6th—12th August, 2006, ritstj. john Mckinnell et al. (durham: durham university,
2006), 54–62; Ármann jakobsson, „the trollish Acts of Þorgrímr the Witch: the
Meanings of troll and ergi in Medieval Iceland,“ Saga-Book 32 (2008): 39–68; Ármann
jakobsson, „Identifying the ogre: the Legendary saga Giants,“ í Fornaldarsagaerne: myter
og virkelighed. Studier i de oldislandske fornaldarsögur Norðurlanda, ritstj. Agneta ney et al.
(kaupmannahöfn: Museum tusculanums forlag, 2009), 181–200.
Gripla XXIV (2013): 173–210.