Gripla - 20.12.2013, Page 175
175
í stað er fjallað um uppruna og eðli fornaldarsagna á breiðum grundvelli.7
Ljóst er engu að síður að hugtakið er eins umdeilt nú og það hefur nokkru
sinni verið. Af umræðum á fornaldarsagnaþingi í ágúst 2005 að dæma, sem
síðar voru birtar í Viking and Medieval Scandinavia, er enn ekki samhljómur
um það innan fræðanna á hvaða forsendum megi telja fornaldarsögur vera
eiginlega bókmenntagrein (svo sem sakir hefðar, mögulegs uppruna þeirra
í latneskri lærdómshefð, sameiginlegs uppruna þeirra í munnlegri hefð,
formlegra einkenna) eða hvort það væri yfirleitt hægt að telja þær til einnar
greinar, hvort þær tilheyrðu jafnvel öðrum bókmenntagreinum sakir inn-
byrðis ólíkra formlegra einkenna sinna.8
í doktorsritgerð sinni La Matière du Nord9 byrjar torfi H. tulinius
á að draga upp mynd af því sem mætti nefna lágmarkseinkenni fornald-
arsagna: Hetjur þeirra eru frá skandinavíu eða eru tengdar skandinavíu
á einhvern hátt. Þetta segir torfi að aðgreini fornaldarsögur frá ridd-
arasögum; þær fyrrnefndu spretti upp úr frásagnarhefð sem er eldri en
þær sjálfar og að sumu leyti sameiginleg öllu norrænu fólki, en þar á hann
við svonefnd „hetjukvæði“ eddukvæðanna.10 Auk þess sæki þær mikið til
eldri bókmennta sem fjalla um elstu konungsveldi skandinavíu. sérhver
fornaldarsaga er að meira eða minna leyti háð þessari hefð og torfi telur
það gagnlegt að aðgreina þær út frá því hvað þær fá að láni frá henni.11
7 sjá sérstaklega Annette Lassen, „origines Gentium and the Learned origin of forn-
aldarsögur norðurlanda“ og Aðalheiði Guðmundsdóttur, „the origin and develop ment
of the fornaldarsögur as Illustrated by Völsunga saga,“ í The Legendary Sagas: Origins and
Development, ritstj. Annette Lassen et al. (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2012), 33–58 og
59–81.
8 judy Quinn et al., „Interrogating Genre in the fornaldarsögur: A Roundtable discussion,“
Viking and Medieval Scandinavia 2 (2006): 275–96. um fornaldarsögur og latínulærdóm
sérstaklega, sjá Gottskálk jensson, „Were the earliest fornaldarsögur Written in Latin?“
í Fornaldarsagaerne, 79–91. undir sjónarmið Gottskálks tekur Annette Lassen, „origines
Gentium,“ 33–4.
9 torfi H. tulinius, The Matter of the North: The Rise of Literary Fiction in Thirteenth-
Century Iceland, þýð. Randi C. eldevik, the Viking Collection, 13. b. (óðinsvéum: odense
university Press, 2002).
10 sú flokkun er raunar ekki síður umdeild, líkt og kom fram á ráðstefnunni Interpreting
Eddic Poetry sem haldin var í st. john's College í oxford, 4.—6. júlí 2013 og skipulögð af
Carolyne Larrington og judy Quinn.
11 torfi H. tulinius, The Matter of the North, 19–20. Hér er vert að nefna að þær sögur sem
hér eru til umfjöllunar, Hrafnistumannasögur, tilheyra ekki þeim flokki fornaldarsagna sem
torfi einblínir á í ritgerð sinni, að undanskilinni Örvar-Odds sögu þar sem hún liggur við
þróunarleg mörk þess hóps sagna sem torfi tekur til skoðunar.
„eR ÞAt ILLt, At Þú VILt eLskA tRÖLL ÞAt“