Gripla - 20.12.2013, Qupperneq 176
GRIPLA176
torfi tekur fram að um uppruna fornaldarsagna hefur verið deilt í meira
en öld, og kemst nokkuð skemmtilega að orði þegar hann greinir deiluaðila
í tvennt: þá sem fínkemba textana í leit að öllu sem stutt geti kenninguna
um munnlega hefð, og aftur þá sem velta upp öllum steinum í nákvæmlega
sömu textum í leit að öllu sem talist geti til lærðra áhrifa vestur-kristinnar
menningar.12 torfi hefur síðar ítrekað skoðun sína á gagnsemi lágmarks-
skýringa og lagt til skilgreininguna „Fornaldarsögur are the sagas that C.C.
Rafn published under this blanket title“ sem honum þykir vel vera full-
nægjandi,13 og sannarlega eru slíkar skilgreiningar gagnlegar til að einfalda
okkur umræðu um flókin efni.
í áðurnefndri bók sinni Heroic Sagas and Ballads endar stephen A.
Mitchell á því að verja fornaldarsagnaflokkinn og leggur til aðferð til grein-
ingar á þeim sem tekur til sex sagnaflokka sem skilgreindir eru eftir því
hversu hefðbundnar eða óhefðbundnar sögurnar eru (e. more traditional,
less traditional) og hversu sagnfræðilegar eða skáldaðar þær eru (e. factual,
fabulous),14 en viðurkennir að vísu fúslega að sjálft hugtakið „fornald-
arsögur“ sé nútímahugtak. Hann viðurkennir einnig að engum hafi nokkru
sinni tekist að benda á nákvæmlega hvaða formlegu einkenni greina fornald-
arsögur frá öðrum flokkum sagna.15 nú virðist mér sem ríflega hundrað ár
af tilraunum til að setja fram ásættanlega skilgreiningu á fornaldarsögum,16
án þess að nokkrum hafi tekist það, sé ekki sérlega góð vísbending um
að það sé gagnlegt að halda áfram. skortur á áþreifanlegum formlegum
einkennum veldur því að enn er umdeilanlegt hvort þessi flokkur sagna
er í strangasta skilningi til. Það eru sannarlega þættir sem binda sögurnar
saman líkt og fræðimenn hafa bent á,17 sameiginleg minni og þemu, en það
er einnig margt sem bindur þær við aðrar „gerðir“ sagna sem mælir ekki
síður með því að við lítum á íslenskar miðaldabókmenntir heildstætt. Það
kemur ekki síst til af því að þeir sem festu bókmenntirnar niður á bókfell
12 torfi H. tulinius, The Matter of the North, 44.
13 Quinn et al., „Interrogating Genre,“ 279.
14 Mitchell, Heroic Sagas and Ballads, 16—18.
15 Mitchell, Heroic Sagas and Ballads, 13–24.
16 nákvæmlega hundrað ár ef við miðum við Birger nerman, Studier över Svärges hedna
litteratur (uppsölum: k.W. Appelbergs boktryckeri, 1913).
17 fyrir utan þau sem áður hafa verið nefnd, sjá t.a.m. fróðlega umfjöllun hjá Aðalheiði
Guðmundsdóttur í Úlfhams saga, útg. Aðalheiður Guðmundsdóttir, stofnun Árna Magnús-
sonar í íslenskum fræðum, Rit, 53. b. (Reykjavík: stofnun Árna Magnússonar á íslandi,
2001), cliv—clxi.