Gripla - 20.12.2013, Síða 178
GRIPLA178
og það benda bæði Lönnroth og Ármann jakobsson á.21 Þar sem slíkum
hugtökum er beitt í þessari ritsmíð þá er það gert með þeim fyrirvörum
sem hér hafa verið settir, og þær „fornaldarsögur“ sem hér eru teknar til
umfjöllunar eru skoðaðar ekki með tilliti til þess sem sameinar þær í einn
flokk, heldur hvort rekja megi í þeim þræði sem ekki endilega tilheyra
almennri flokkun heldur ríkjandi heimsmynd þess tíma þegar þær voru
festar á bókfell.22
2. Heimsmynd
Hvað er þá heimsmynd, eða öllu heldur: hver var hin ríkjandi heimsmynd
kristinna á ritunartíma íslenskra sagna, frá tólftu fram undir fimmtándu
öld? sverrir jakobsson segir að kjarninn í heimsmynd íslendinga á mið-
öldum sé:
kristileg algildishyggja, kaþólsk heimsmynd. í henni fólst að trúin
myndaði samfélag. Munur kristni og heiðni var mikilvægasti
þátturinn til að aðgreina menn og skipa í flokk. Þessi flokkun virðist
ráðandi í sögum sem gerast í fjarlægum löndum þótt hún hefði litla
þýðingu innan íslensks samfélags. samt sem áður voru íslendingar
svo háðir þessari heimsmynd að þeir áttu erfitt með að gera sér grein
fyrir klofningi innan kristni, afneituðu honum nánast. Heiðingjar
verða líka einsleitur hópur í íslenskum heimildum og eru allir settir
undir sama hatt, óháð stað og stund.23
Það er að sönnu fróðlegt að athuga samhengið sem birtist okkur í íslenskum
miðaldaritum, hversu kaþólsk þau eru. Veraldar saga er saga heimsins frá
21 Lars Lönnroth, „the Concept of Genre in saga Literature,“ Scandinavian Studies 47 (1975):
419–36; Quinn et al., „Interrogating Genre,“ 282—3. joseph Harris andmælti skoðun
Lönnroths á þeim forsendum að fræðimenn ættu að geta litið á slíka greinaflokkun mið-
aldabókmennta sem nútímahægindi þótt ekki væru þeir flokkar sögulegir, og þar með
hefðu þeir fyrst og fremst hagnýtt gildi, sbr. joseph Harris, „Genre in the saga Literature:
A squib,“ Scandinavian Studies 47 (1975): 427–36.
22 um heimsmynd hef ég fjallað í almennu máli í Arngrímur Vídalín, The Supernatural in
Íslendingasögur: A Theoretical Approach to Definition and Analysis (Reykjavík: tower Press,
2012), 17—52. sú umræða byggir að nokkru leyti á rækilegri rannsókn sverris jakobssonar,
Við og veröldin: Heimsmynd Íslendinga 1100—1400 (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2005).
23 sverrir jakobsson, Við og veröldin, 353.